"Áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. maí 2014 20:00 „Þetta eru merkilegustu kosningaúrslit í 100 ár,“ sagði leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins eftir sögulegan sigur í kosningum til Evrópuþingsins í gær. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu unnu víða kosningasigra. Prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðuna áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu og öfga hægriflokkar unnu víða sigur í kosningum til Evrópuþingsins sem lauk í gær. Í Bretlandi urðu söguleg úrslit þegar breski sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði eða 27% og er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn hlýtur flest atkvæði í kosningunum. „Alþýðuher UKIP hefur talað og framkallað ein merkilegustu úrslit sem sést hafa í breskum stjórnmálum í hundrað ár, og ég er stoltur af að hafa leitt hann til þess,“ sagði Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins. Kosningaþátttaka var um 43% og jókst lítillega á milli kosninga. Talið er að andstæðingar ESB hafi fengið um 130 sæti á Evrópuþinginu en alls sitja 766 á Evrópuþinginu. Helstu tíðindin komu frá Frakklandi þar sem Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann sigur og fékk fjórðung atkvæða. „Fólkið okkar vill eina pólitík, pólitík Frakka fyrir Frakka með Frökkum,“ sagði Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi.Varhugaverð þróunBaldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að þættir líkt og efnahagskreppan, andstaða við nánari efnahagssamruna, innflytjendamál, vantrú á stjórnmálastéttinni og innanríkismál í nokkrum ríkjum skýri niðurstöður kosninganna. „Þetta er að ákveðnu leyti áfall fyrir Evrópusamrunann og ekki síður áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu sem hefur ekki tiltrúi tiltekins hóps kjósenda,“ segir Baldur. Hann telur úrslitin varhugaverð. „Þetta er ekkert Pollapönk. Þessi hægri öfgaflokkar - þeir boða ekki frjálslyndi. Þeir boða íhaldssöm gildi og eru ekki að leggja áherslu á aukin mannréttindi og lýðréttindi þegnanna. Þeir vilja jafnvel draga úr mannréttindum samkynhneigðra og réttindum innflytjenda. Þetta er varhugaverð þróun.“ Tengdar fréttir Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir framan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Þetta eru merkilegustu kosningaúrslit í 100 ár,“ sagði leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins eftir sögulegan sigur í kosningum til Evrópuþingsins í gær. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu unnu víða kosningasigra. Prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðuna áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu og öfga hægriflokkar unnu víða sigur í kosningum til Evrópuþingsins sem lauk í gær. Í Bretlandi urðu söguleg úrslit þegar breski sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði eða 27% og er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn hlýtur flest atkvæði í kosningunum. „Alþýðuher UKIP hefur talað og framkallað ein merkilegustu úrslit sem sést hafa í breskum stjórnmálum í hundrað ár, og ég er stoltur af að hafa leitt hann til þess,“ sagði Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins. Kosningaþátttaka var um 43% og jókst lítillega á milli kosninga. Talið er að andstæðingar ESB hafi fengið um 130 sæti á Evrópuþinginu en alls sitja 766 á Evrópuþinginu. Helstu tíðindin komu frá Frakklandi þar sem Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann sigur og fékk fjórðung atkvæða. „Fólkið okkar vill eina pólitík, pólitík Frakka fyrir Frakka með Frökkum,“ sagði Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi.Varhugaverð þróunBaldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að þættir líkt og efnahagskreppan, andstaða við nánari efnahagssamruna, innflytjendamál, vantrú á stjórnmálastéttinni og innanríkismál í nokkrum ríkjum skýri niðurstöður kosninganna. „Þetta er að ákveðnu leyti áfall fyrir Evrópusamrunann og ekki síður áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu sem hefur ekki tiltrúi tiltekins hóps kjósenda,“ segir Baldur. Hann telur úrslitin varhugaverð. „Þetta er ekkert Pollapönk. Þessi hægri öfgaflokkar - þeir boða ekki frjálslyndi. Þeir boða íhaldssöm gildi og eru ekki að leggja áherslu á aukin mannréttindi og lýðréttindi þegnanna. Þeir vilja jafnvel draga úr mannréttindum samkynhneigðra og réttindum innflytjenda. Þetta er varhugaverð þróun.“
Tengdar fréttir Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir framan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33