Viðskipti innlent

Costco muni versla töluvert við innlenda birgja

Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

Ölgerðin, SS og aðrar heildverslanir á borð við Innnes og ÍSAM eru félagsmenn í Félagi atvinnurekenda (FA). Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir útlit fyrir að Costco muni versla „talsvert við innlenda birgja“. „Við vitum líka að þeir verða talsvert í beinum innflutningi á þeim vörum sem þeir eru að selja. Það er ekkert nýtt fyrir heildsölum. Staðan er þannig í dag að stærstu viðskiptavinir margra heildsala eru jafnframt þeirra stærstu keppinautar eða það er að segja verslanakeðjurnar sem eru í beinum innflutningi á vörum. Tilkoma þessa fyrirtækis þýðir því fyrst og fremst aukna samkeppni á öllum sviðum í rauninni,“ segir Ólafur í samtali við Markaðinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×