„Gat ekki hugsað mér að lifa svona lengur“ 31. mars 2014 19:30 Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður NEC Nijmegen í Hollandi og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er á batavegi í dag og líður vel eftir að hafa sokkið djúpt í dimman dal þynglyndis og íhugað sjálfsvíg þegar útlitið var verst. Hann sagði sögu sína í einlægu viðtali við Hjört Júlíus Hjartarson sem sýnt var í Íslandi í dag í kvöld. Þar ræddi hann opinskátt um erfiða æsku og veikindin sem hafa hrjáð hann undanfarin misseri. Guðlaugur Victor býr í dag einn ásamt tíkinni Bellu í fallegu húsi spölkorn frá miðbæ Nijmegen. „Það er fínt að vera fyrir utan bæinn. Þetta er ekki stór bær en það er fínt að vera aðeins fyrir utan miðbæinn í húsi með garði og í rólegu umhverfi. Þegar ég bjó í bænum var maður alltaf að fara út að borða og kíkja eitthvað út með strákunum. Hér er maður bara í rólegheitunum að labba út með hundinn,“ segir Guðlaugur Victor. Svartur skuggi hefur fylgt Guðlaugi um langa hríð. Eitthvað sem hann rekur til æsku sinnar sem var óvenjuleg og oft á tíðum erfið. „Uppeldið í heild sinni var óvenjulegt. Móðir mín er alkahólisti og var í neyslu þegar ég var ungur. Hún var einstæð því pabbi minn, sem kemur frá Portúgal, var mikið inn og út úr mínu lífi. Hann hefur sjálfur verið í mörg ár í áfengi og dópi. Mamma fékk aldrei neinn stuðning frá honum. Ég veit ekki hversu oft hann sagðist ætla mæta í pabbahelgarnar en mætti ekki. Ég held að djammið og konurnar hafi verið honum mikilvægari í gamla daga.“Mamma fór að horfa á sig sem „footballers wife“ Victor var fenginn til AGF í Danmörku en í kringum flutninginn þangað var móðir hans að skilja við stjúpföður Victors. Ýmislegt gekk á í þeim skilnaði og vildi Victor helst ekki fá móður sína með sér til Liverpool þegar enska stórliðið keypti hann á sínum tíma. Þar var hann með tvær milljónir í laun á mánuði, ungur að árum. „Ég var ekki viss um að ég vildi fá mömmu mína með út fyrst. Ég bara þorði því ekki. Maður sá það bara með tímanum hvernig hún var að detta niður í veikindin. Samband okkar var mjög gott en það varð alltaf skrítnara. Eftir skilnaðinn leið mér eins og ég væri maðurinn í húsinu og þurfti að fara sjá um hana og horfa á hana sem meira en móður mína. Þó hún hafi séð um mig og systir mína þá var ég kominn í ábyrgðarhlutverk,“ segir Victor en móðir hans og systir fylgdu honum til Liverpool og fór allt í óefni þegar þangað var komið. „Hún fór að horfa á sig meira sem „footballers wife“ heldur en móður fótboltamanns. Þegar fólk kom í heimsókn þurfti að sýna hvað allt væri frábært þótt það væri það ekki. Svo var ákveðið að flytja í nýtt hús sem við höfðum varla efni á. Svo var þetta komið út í það að reikningarnir hlóðust upp og á tímabili áttum við ekki fyrir mat í enda mánaðarins.“ „Það var líka fólk að koma heim - karlmenn eða eitthvað - sem voru inn í herberginu hennar yfir allan daginn þegar hún var í burtu. Þeir þorðu ekki að koma út því ég og systir mín vorum heima. Í eitt skiptið er ég að fara niður í bílageymslu að sækja töskuna mína en þegar ég opna bílinn er rosaleg grasreykingarlykt inn í bílnum,“ segir Victor.Guðlaugur Victor í leik með NEC Nijmegen.Vísir/GettyÍhugaði sjálfsvíg Þetta allt endaði með því að systir Victors fór heim til föður síns á Íslandi, móðir hans var lögð inn á geðdeild landspítalans og Victor sjálfur fór til Hibernian í Skotlandi. „Loksins var ég frjáls - búinn að losa mig við mömmu mína. Mér leið samt aldrei vel. Ég var búinn að stúdera það vel að setja upp grímu eins og allt væri í lagi en það var ekki raunin,“ segir Victor sem fór svo til New York Red Bulls í Bandaríkjunum. „Þar byrjaði sama sagan. Vanlíðanin var mikil og ég var sífellt á djamminu og hættur að einbeita mér að því sem skipti máli í lífinu.“ Hann var 2012 lánaður til NEC Nijmegen í Hollandi og stóð sig svo vel að liðið keypti hann frá Red Bulls. Hann fékk fínan samning og var loks skuldlaus en veikindin urðu erfiðari og meiri en nokkru sinni fyrr. „Það voru sumir dagar sem ég hringdi mig inn veikan á æfingum þegar ég var ekkert veikur. Maður setti allar gardínur niður og lá upp í rúmi. Ég var hættur að sjá um hundinn minn. Ég léttist sjálfur um sjö kíló en það hafði enginn hugmynd um þetta því ég var svo góður að leika aðra persónu en ég var. Ég var hættur að þrífa mig og lyktaði eins og úldin síld. Mér leið illa, var með minnimáttarkennd og sjálfsálitið var rosalega lítið. En ég var samt strákurinn sem hafði spilað fyrir Liverpool þannig ég þurfti að sýna mig,“ segir Victor. Á endanum yfirbuguðu veikindin Victor sem íhugaði að binda enda á líf sitt. „Það var eins og ýtt væri á einhvern takka og ég fæ bara svona andlegt áfall. Það sem gerist er að ég fer að hugsa um að fremja sjálfsmorð því ég var kominn með nóg. Ég gat ekki hugsað mér að lifa svona lengur. Ég var sífellt áhyggjufullur og þunglyndur og leið mjög illa. Þegar ég var farinn að hugsa um að fremja sjálfsmorð þá vaknaði ég,“ segir Victor.Hefur aldrei liðið svona vel Þáverandi kærasta Victors fór með hann upp á geðdeild þar sem hann fékk greiningu. Hann var greindur með þunglyndi. Við tók lyfja- og samtalsmeðferð sem er enn í gangi í dag. Hann vinnur mikið í sjálfum sér, lætur skemmtanalífið vera og horfir fram á vegin. „Ég er svolítið sjálfur bara að kynnast mér upp á nýtt. Ég er ekki að segja að ég sé orðinn góður og það er eitthvað í land. Þetta verður lífstíðarvinna en ég get fullyrt það að ég hef aldrei verið eins og ég er í dag. Mér hefur aldrei liðið svona vel,“ segir Victor sem vonast til þess að saga hans hjálpi öðrum sem eru í svipaðri stöðu en það hjálpar honum mikið að þurfa ekki að fela sig lengur. „Þetta hjálpar mér rosalega mikið að segja sögu mína og vera hreinskilinn. Þetta gefur mér mikið og gerir mig sterkari. Þetta er líka leið fyrir mig að geta notið þess að halda áfram að lifa góðu lífi. Ég er að horfa fram á veginn núna.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður NEC Nijmegen í Hollandi og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er á batavegi í dag og líður vel eftir að hafa sokkið djúpt í dimman dal þynglyndis og íhugað sjálfsvíg þegar útlitið var verst. Hann sagði sögu sína í einlægu viðtali við Hjört Júlíus Hjartarson sem sýnt var í Íslandi í dag í kvöld. Þar ræddi hann opinskátt um erfiða æsku og veikindin sem hafa hrjáð hann undanfarin misseri. Guðlaugur Victor býr í dag einn ásamt tíkinni Bellu í fallegu húsi spölkorn frá miðbæ Nijmegen. „Það er fínt að vera fyrir utan bæinn. Þetta er ekki stór bær en það er fínt að vera aðeins fyrir utan miðbæinn í húsi með garði og í rólegu umhverfi. Þegar ég bjó í bænum var maður alltaf að fara út að borða og kíkja eitthvað út með strákunum. Hér er maður bara í rólegheitunum að labba út með hundinn,“ segir Guðlaugur Victor. Svartur skuggi hefur fylgt Guðlaugi um langa hríð. Eitthvað sem hann rekur til æsku sinnar sem var óvenjuleg og oft á tíðum erfið. „Uppeldið í heild sinni var óvenjulegt. Móðir mín er alkahólisti og var í neyslu þegar ég var ungur. Hún var einstæð því pabbi minn, sem kemur frá Portúgal, var mikið inn og út úr mínu lífi. Hann hefur sjálfur verið í mörg ár í áfengi og dópi. Mamma fékk aldrei neinn stuðning frá honum. Ég veit ekki hversu oft hann sagðist ætla mæta í pabbahelgarnar en mætti ekki. Ég held að djammið og konurnar hafi verið honum mikilvægari í gamla daga.“Mamma fór að horfa á sig sem „footballers wife“ Victor var fenginn til AGF í Danmörku en í kringum flutninginn þangað var móðir hans að skilja við stjúpföður Victors. Ýmislegt gekk á í þeim skilnaði og vildi Victor helst ekki fá móður sína með sér til Liverpool þegar enska stórliðið keypti hann á sínum tíma. Þar var hann með tvær milljónir í laun á mánuði, ungur að árum. „Ég var ekki viss um að ég vildi fá mömmu mína með út fyrst. Ég bara þorði því ekki. Maður sá það bara með tímanum hvernig hún var að detta niður í veikindin. Samband okkar var mjög gott en það varð alltaf skrítnara. Eftir skilnaðinn leið mér eins og ég væri maðurinn í húsinu og þurfti að fara sjá um hana og horfa á hana sem meira en móður mína. Þó hún hafi séð um mig og systir mína þá var ég kominn í ábyrgðarhlutverk,“ segir Victor en móðir hans og systir fylgdu honum til Liverpool og fór allt í óefni þegar þangað var komið. „Hún fór að horfa á sig meira sem „footballers wife“ heldur en móður fótboltamanns. Þegar fólk kom í heimsókn þurfti að sýna hvað allt væri frábært þótt það væri það ekki. Svo var ákveðið að flytja í nýtt hús sem við höfðum varla efni á. Svo var þetta komið út í það að reikningarnir hlóðust upp og á tímabili áttum við ekki fyrir mat í enda mánaðarins.“ „Það var líka fólk að koma heim - karlmenn eða eitthvað - sem voru inn í herberginu hennar yfir allan daginn þegar hún var í burtu. Þeir þorðu ekki að koma út því ég og systir mín vorum heima. Í eitt skiptið er ég að fara niður í bílageymslu að sækja töskuna mína en þegar ég opna bílinn er rosaleg grasreykingarlykt inn í bílnum,“ segir Victor.Guðlaugur Victor í leik með NEC Nijmegen.Vísir/GettyÍhugaði sjálfsvíg Þetta allt endaði með því að systir Victors fór heim til föður síns á Íslandi, móðir hans var lögð inn á geðdeild landspítalans og Victor sjálfur fór til Hibernian í Skotlandi. „Loksins var ég frjáls - búinn að losa mig við mömmu mína. Mér leið samt aldrei vel. Ég var búinn að stúdera það vel að setja upp grímu eins og allt væri í lagi en það var ekki raunin,“ segir Victor sem fór svo til New York Red Bulls í Bandaríkjunum. „Þar byrjaði sama sagan. Vanlíðanin var mikil og ég var sífellt á djamminu og hættur að einbeita mér að því sem skipti máli í lífinu.“ Hann var 2012 lánaður til NEC Nijmegen í Hollandi og stóð sig svo vel að liðið keypti hann frá Red Bulls. Hann fékk fínan samning og var loks skuldlaus en veikindin urðu erfiðari og meiri en nokkru sinni fyrr. „Það voru sumir dagar sem ég hringdi mig inn veikan á æfingum þegar ég var ekkert veikur. Maður setti allar gardínur niður og lá upp í rúmi. Ég var hættur að sjá um hundinn minn. Ég léttist sjálfur um sjö kíló en það hafði enginn hugmynd um þetta því ég var svo góður að leika aðra persónu en ég var. Ég var hættur að þrífa mig og lyktaði eins og úldin síld. Mér leið illa, var með minnimáttarkennd og sjálfsálitið var rosalega lítið. En ég var samt strákurinn sem hafði spilað fyrir Liverpool þannig ég þurfti að sýna mig,“ segir Victor. Á endanum yfirbuguðu veikindin Victor sem íhugaði að binda enda á líf sitt. „Það var eins og ýtt væri á einhvern takka og ég fæ bara svona andlegt áfall. Það sem gerist er að ég fer að hugsa um að fremja sjálfsmorð því ég var kominn með nóg. Ég gat ekki hugsað mér að lifa svona lengur. Ég var sífellt áhyggjufullur og þunglyndur og leið mjög illa. Þegar ég var farinn að hugsa um að fremja sjálfsmorð þá vaknaði ég,“ segir Victor.Hefur aldrei liðið svona vel Þáverandi kærasta Victors fór með hann upp á geðdeild þar sem hann fékk greiningu. Hann var greindur með þunglyndi. Við tók lyfja- og samtalsmeðferð sem er enn í gangi í dag. Hann vinnur mikið í sjálfum sér, lætur skemmtanalífið vera og horfir fram á vegin. „Ég er svolítið sjálfur bara að kynnast mér upp á nýtt. Ég er ekki að segja að ég sé orðinn góður og það er eitthvað í land. Þetta verður lífstíðarvinna en ég get fullyrt það að ég hef aldrei verið eins og ég er í dag. Mér hefur aldrei liðið svona vel,“ segir Victor sem vonast til þess að saga hans hjálpi öðrum sem eru í svipaðri stöðu en það hjálpar honum mikið að þurfa ekki að fela sig lengur. „Þetta hjálpar mér rosalega mikið að segja sögu mína og vera hreinskilinn. Þetta gefur mér mikið og gerir mig sterkari. Þetta er líka leið fyrir mig að geta notið þess að halda áfram að lifa góðu lífi. Ég er að horfa fram á veginn núna.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira