Enski boltinn

Crystal Palace og Manchester United í viðræðum um Zaha

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Wilfried Zaha í æfingarleik á undirbúningstímabilinu.
Wilfried Zaha í æfingarleik á undirbúningstímabilinu. Vísir/Getty
Crystal Palace og Manchester United eru þessa stundina í viðræðum um að Crystal Palace fái Zaha á eins árs lánssamning en innifalið í samningum er klásúla um að Crystal Palace geti keypt hann að tímabilinu loknu.

Zaha sem var síðasti leikmaðurinn sem Sir Alex Ferguson keypti sem knattspyrnustjóri Manchester United hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Rauðu djöflunum. Eyddi hann seinni hluta síðasta tímabils á láni hjá Cardiff en Manchester United greiddi 15 milljónir punda fyrir hann á sínum tíma.

Neil Warnock, nýji knattspyrnustjóri Crystal Palace viðurkenndi í morgun að hann væri bjartsýnn að þetta gengi í gegn.

„Ég ræddi við hann í gær og sagði honum að ég væri til í að fá hann aftur. Hann hefur týnst á meðal allra leikmannana hjá Manchester United en það er mikið sem býr í þessum strák. Það hefur mikið verið rætt um hegðunarvandamál hans en ég get ekki beðið eftir því að byrja að vinna með honum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×