Lífið

Yrsa á eldgamlan síma

Freyr Bjarnason skrifar
Yrsa Sigurðardóttir ætlar að fá sér nýjan síma.
Yrsa Sigurðardóttir ætlar að fá sér nýjan síma. Vísir/Daníel
Í viðtali við veftímaritið Nordicstyle Magazine segist glæpasagnahöfundurinn vinsæli Yrsa Sigurðardóttir ekki vera dugleg að koma sér á framfæri á samfélagsmiðlunum.

Ástæðuna fyrir því segir hún að farsíminn hennar sé frá árinu 2003 og þess vegna geti hún lítið annað gert en að hringja og senda sms-skilaboð úr honum. Yrsa ætlar að fá sér nýjan síma á næstunni, enda virka hnapparnir til að slá inn símanúmer ekki lengur.

Miðað við nýjustu fregnir ætti Yrsa að hafa efni á einu stykki snjallsíma því á síðasta ári hagnaðist eignarhaldsfélag hennar um tæpar tíu milljónir króna og greiddi hún sjálfri sér fimm milljónir króna í arð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×