Erlent

Yfirvöld í Indónesíu leita að flugvél sem hvarf af ratsjám

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Leit er hafin að indónesískri farþegaflugvél sem hvarf af ratsjám yfir eyjunni Sulawesi í dag. Tíu manns voru um borð í vélinni þegar hún hvarf, skömmu eftir flugtak. Um er að ræða tveggja hreyfla vél í eigu indónesíska flugfélagsins Aviastar.

Vélin var á leið frá Masakkar, héraðshöfuðborginni í Suður-Sulawesi til Masamba. Flugið tekur um eina klukkustund en sambandið við hana rofnaði um það bil hálftíma fyrir lendingu, eða um klukkan hálf þrjú að staðartíma. Um borð eru þrír áhafnarmeðlimir og sjö farþegar, þar af tvö börn.

Hundruð hafa látið lífið í flugslysum í Indónesíu það sem af er þessu ári, en almennt þykir öryggi ábótavant hjá flugfélögum þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×