Innlent

Yfirlýsing um loftslag á Höfn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hreinsa á loftið í Hornafirði.
Hreinsa á loftið í Hornafirði. visir/pjetur
„Sveitarfélagið er fyrsta sveitarfélag á Íslandi sem gerist aðili að loftslagsverkefni Landverndar. Tækifærin liggja í loftinu,“ segir í bókun bæjarráðs Hornafjarðar sem í gær samþykkti fyrir sitt leyti yfirlýsingu um samstarf við Landvernd.

„Með yfirlýsingunni ábyrgist sveitarfélagið að vinna ötullega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi sinni og hvetja jafnframt íbúa og fyrirtæki til þátttöku,“ bókaði bæjarráðið og fól bæjarstjóranum að ganga frá samningnum við Landvernd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×