Innlent

Yfir tvö hundruð eyðibýli rannsökuð í sumar

BBI skrifar
Hlíðarhagi í Eyjafjarðarsveit.
Hlíðarhagi í Eyjafjarðarsveit. Mynd/Eyðibýli á Íslandi
Rannsóknarverkefnið Eyðibýli á Íslandi hélt áfram í sumar þegar 231 hús á Vestur- og Norðausturlandi voru rannsökuð. Rannsóknarferðum er nú lokið en rannsóknarteymið vinnur að útgáfu bóka sem eiga að koma út í september.

Verkefnisstjórinn Steinunn Eik Egilsdóttir segir að verkefnið hafi gengið vel í sumar og hafi haft í för með sér vitundarvakningu fólks um þær perlur sem standa tómar í sveitum landsins. „Okkur finnst þetta verkefni hafa jákvæð áhrif út á við, bæði fyrir eigendur húsanna og annað fólk í sveitum landsins," segir Steinunn og nefnir að facebook síða verkefnisins hafi nú yfir 4000 aðdáendur.

Það eru smáatriðin sem gera eyðibýlin svo áhugaverð.Mynd/Eyðibýli á íslandi.
„Við skrásetjum húsin bæði í máli og myndum og beitum þar mjög kerfisbundinni ljósmyndum," segir Steinunn en hópurinn á nú mörg þúsund myndir af þeim 334 húsum sem rannsökuð hafa verið.

Verkefnið var upphaflega hugsað sem nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu. Hugmyndin var sem sagt sú að gera einhver hús upp og bjóða ferðamönnum gistingu. Hvort eitthvað verður að þeim hugmyndum kemur í ljós síðar.

Þetta hús stendur á Arkarlæk, vestan Akrafjalls.Mynd/Eyðibýli á Íslandi
Verkefnið hófst í fyrra þegar 103 hús voru rannsökuð á Suður- og Suðausturlandi. Af þeim er nú verið að gera upp þrjú af þeim. Stefnan er sú að klára að fara yfir allt landið á næstu tveimur árum svo hægt verði að gefa út heildstæða ritröð með myndum og umfjöllun um öll eyðibýli landsins.

Rétt er að taka fram að stór hluti þeirra húsa sem skrásett hafa verið standa auð á jörðum sem eru í fullum búnytjum. Því er ekki svo að öll húsin séu á eyðibýlum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×