Yfir 90 þúsund látnir 30. desember 2004 00:01 Mikil skelfing hefur gripið um sig á Indlandi vegna viðvörunar yfirvalda í landinu um að önnur flóðbylgja kunni að ríða yfir fljótlega. Hamfaraflóðin í Suðaustur Asíu hafa kostað hátt í hundrað þúsund mannslíf, þar af rúmlega fimmtíu þúsund bara á Indónesíu. Indversk stjórnvöld vöruðu í morgun við nýjum flóðbylgjum á þeim svæðum landsins, sem verst urðu úti í flóðbylgjunum á annan í jólum, eftir jarðskjálfta við eyna Súmötru, sem mældist 9 á Richter. Lögreglubílar óku um með gjallarhorn og var fólk hvatt til að forða sér frá ströndinni. Sjónarvottar segja að skelfingu lostnir íbúar forði sér nú inn í land til öryggis. Fyrir stundu var greint frá því á bresku Sky-sjónvarpsstöðinni að 92 þúsund manns hefðu farist, þegar flóðbylgjurnar riðu yfir Indlandshaf, en óttast er að þessi tala eigi enn eftir að hækka til muna, og jafnvel tvöfaldast. Alþjóða Rauði krossinn telur að fórnarlömbin við Indlandshaf kunni að vera vel á annað hundrað þúsund. Tugmilljónir manna eiga um sárt að binda og leita í örvæntingu sinni að ástvinum sem saknað er eftir hörmungarnar. Matar og vatnsskortur hefur þegar gert vart við sig víða og farsóttir og hungursneyð ógna nú milljónum manna. Yfirvöld á Indónesíu hafa staðfest að minnst 52 þúsund manns hafi látið lífið í hamfaraflóðunum, en sú tala hækkar vafalítið á næstunni, þar sem enn hefur ekki tekist að fá nákvæmar upplýsingar um mannfall á mörgum einangruðum svæðum. Óttast er að minnst tvö hundruð þúsund manns sem störfuðu við ferðaþjónustu í Taílandi missi vinnu sína vegna hamfaraflóðanna í suðaustur Asíu. Þetta kemur fram í taílenska dagblaðinu The Nation í dag. Ferðaþjónusta hefur verið mikilvægur iðnaður í landinu um árabil og skilað þjóðarbúinu sem samsvarar um sjö hundruð milljörðum íslenskra króna í tekjur árlega. Eyjarnar Phúket, Krabi og Phang Nga hafa skilað langmestum hagnaði hingað til, en þær urðu allar illa úti í flóðunum. Ljóst er að afleiðingar hamfaraflóðanna í suðaustur Asíu eru skelfilegar þar sem milljónir hafa misst lífsviðurværi sitt, en mörg sjávarþorp þurrkuðust út og fiskiskip og hafnir eyðilögðust þegar flóðbylgjur sópuðu þeim burt. Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Mikil skelfing hefur gripið um sig á Indlandi vegna viðvörunar yfirvalda í landinu um að önnur flóðbylgja kunni að ríða yfir fljótlega. Hamfaraflóðin í Suðaustur Asíu hafa kostað hátt í hundrað þúsund mannslíf, þar af rúmlega fimmtíu þúsund bara á Indónesíu. Indversk stjórnvöld vöruðu í morgun við nýjum flóðbylgjum á þeim svæðum landsins, sem verst urðu úti í flóðbylgjunum á annan í jólum, eftir jarðskjálfta við eyna Súmötru, sem mældist 9 á Richter. Lögreglubílar óku um með gjallarhorn og var fólk hvatt til að forða sér frá ströndinni. Sjónarvottar segja að skelfingu lostnir íbúar forði sér nú inn í land til öryggis. Fyrir stundu var greint frá því á bresku Sky-sjónvarpsstöðinni að 92 þúsund manns hefðu farist, þegar flóðbylgjurnar riðu yfir Indlandshaf, en óttast er að þessi tala eigi enn eftir að hækka til muna, og jafnvel tvöfaldast. Alþjóða Rauði krossinn telur að fórnarlömbin við Indlandshaf kunni að vera vel á annað hundrað þúsund. Tugmilljónir manna eiga um sárt að binda og leita í örvæntingu sinni að ástvinum sem saknað er eftir hörmungarnar. Matar og vatnsskortur hefur þegar gert vart við sig víða og farsóttir og hungursneyð ógna nú milljónum manna. Yfirvöld á Indónesíu hafa staðfest að minnst 52 þúsund manns hafi látið lífið í hamfaraflóðunum, en sú tala hækkar vafalítið á næstunni, þar sem enn hefur ekki tekist að fá nákvæmar upplýsingar um mannfall á mörgum einangruðum svæðum. Óttast er að minnst tvö hundruð þúsund manns sem störfuðu við ferðaþjónustu í Taílandi missi vinnu sína vegna hamfaraflóðanna í suðaustur Asíu. Þetta kemur fram í taílenska dagblaðinu The Nation í dag. Ferðaþjónusta hefur verið mikilvægur iðnaður í landinu um árabil og skilað þjóðarbúinu sem samsvarar um sjö hundruð milljörðum íslenskra króna í tekjur árlega. Eyjarnar Phúket, Krabi og Phang Nga hafa skilað langmestum hagnaði hingað til, en þær urðu allar illa úti í flóðunum. Ljóst er að afleiðingar hamfaraflóðanna í suðaustur Asíu eru skelfilegar þar sem milljónir hafa misst lífsviðurværi sitt, en mörg sjávarþorp þurrkuðust út og fiskiskip og hafnir eyðilögðust þegar flóðbylgjur sópuðu þeim burt.
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira