Viðskipti innlent

Yfir 70% af útflutningi Íslands er til ESB

Samkvæmt nýrri úttekt sem Hagstofa Íslands gerði fyrir Já Ísland eiga Íslendingar í langmestum viðskiptum við ríki Evrópusambandsins. Á síðasta ári var 70,5% af útflutningi beint til ESB ríkjanna og þarf af um 50% til ríkja sem nota evru.

Í tilkynningu segir að innflutningur frá ESB ríkjunum hafi verið 56,2% af heildar innflutningi hingað til lands, þar af 27% frá ríkjum sem nota evru.

Séu þessar tölur bornar saman við þau lönd sem mikið hafa verið í umræðunni í tengslum við einhliða eða tvíhliða upptöku á annarri mynt kemur í ljós gífurlegur munur.

Útflutningur til Kanada er aðeins 1,3% af heildar útflutningi. Innflutningur frá Kanada er aðeins 1,5% af heildar innflutningi.

Útflutningur til Noregs er aðeins 4,4% af heildar útflutningi. Innflutningur frá Noregi er aðeins 7,9% af heildar innflutningi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×