Viðskipti erlent

Yfir 1.300 uppsagnir hjá Lloyds

Sæunn Gísladóttir skrifar
Breski bankinn Lloyds Banking Group leggur niður 1.340 störf og bætir við 110 nýjum störfum.
Breski bankinn Lloyds Banking Group leggur niður 1.340 störf og bætir við 110 nýjum störfum. Vísir/EPA
Breski bankinn Lloyds Banking Group hefur tilkynnt um niðurskurð 1.340 starfa, en á sama tíma verður 110 nýjum störfum bætt við. Því verður skorið niður um 1.230 störf samtals.

Cityam greinir frá því að niðurskurðurinn sé liður í 9.000 starfa niðurskurði sem tilkynnt var um árið 2014. Í júlí á þessu ári var greint frá því að 3.000 störf til viðbótar yrðu lögð niður fyrir árið 2017.

Niðurskurðurinn verður meðal annars í útibúum, vöruþróun og markaðssetningu fyrir viðskiptavini og í viðskiptabankastarfsemi.

Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið mikið um niðurskurð í bönkum Evrópu og Bandaríkjanna á síðustu misserum, meðal annars í Deutsche Bank og í Commerz Bank. En einnig hér á landi, til að mynda hjá Arion banka.


Tengdar fréttir

Rúmlega 140 þúsund uppsagnir á einu ári

Stærstu bankar Evrópu og Bandaríkjanna tilkynntu um fjölda uppsagna á síðastliðnu ári. Síðast var tilkynnt að leggja ætti niður þúsund stöðugildi hjá RBS á komandi misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×