Viðskipti erlent

Yahoo heyrir sögunni til

Samúel Karl Ólason skrifar
Leitarvél Yahoo, vefgátt fyrirtækisins, tölvupóstaþjónusta og fréttaveita mun ganga inn í AOL-þjónustuna sem er í eigu Verizon.
Leitarvél Yahoo, vefgátt fyrirtækisins, tölvupóstaþjónusta og fréttaveita mun ganga inn í AOL-þjónustuna sem er í eigu Verizon. Vísir/EPA
Yahoo Inc mun breyta um nafn og verða Altaba Inc. Þá mun æðsti yfirmaður fyrirtækisins, Marissa Mayer yfirgefa stjórn fyrirtækisins. Í raun er eingöngu um fjárfestingasvið fyrirtækisins að ræða þar sem restin af því hefur verið seld til Verizon Communications Inc.

Leitarvél Yahoo, vefgátt fyrirtækisins, tölvupóstaþjónusta og fréttaveita mun ganga inn í AOL-þjónustuna sem er í eigu Verizon. Verði sölusamningsins er um 4,8 milljarðar dala, sem samsvarar um 550 milljörðum króna.

Samningurinn er þó ekki fastur í sessi þar sem Verizon getur enn hætt við hann. Tilkynning Yahoo um tvo stóra gagnaþjófnaði, þar sem persónuupplýsingum um milljarðs notenda var stolið, hefur sett strik í reikninginn og eru Verizon enn að rannsaka málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×