Wikileaks kærir piltinn sem var yfirheyrður af FBI fyrir fjárdrátt Karen Kjartansdóttir skrifar 6. febrúar 2013 18:40 Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. Ungi maðurinn sem um ræðir er fæddur 1992 og verður því 21 árs í ár. Hann kynntist Julian Assange árið 2010 og sóttist í að veita Wikileaks liðsinni og gerðist sjálfboðaliði. Hann hefur látið að því liggja að hann hafi haft veigamiklastöðu innan samtakanna og verið náinn samstarfsmaður Assange. Fullyrt var fyrir skömmu að hann hefði verið yfir starfsmannamálum hjá fyrirtækinu en meðfylgjandi myndir af piltinum og Assange styðja þá frásögn. Talsmaður Wikileaks, segir piltinn hafa beðið um að fá myndir af sér með Julian eins og fjölmargir aðrir sjálfboðaliðar samtakanna. „Þarna eru um að ræða ungan Íslending sem vann nokkur viðvik fyrir samtökin á nokkra mánaða tímabili frá 2011 og fram að hausti 2011 og kom meðal annars til Englands og hitti Julian Assange og fleiri sem tengdust samtökunum eins og reyndar var algegnt með sjálfboðaliða á þessum tíma," segir kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Kristinn segir helsta verkefni unga mannsins hafi verið að sinna fjáröflun fyrir samtökin sem meðal annars fólust í sölu á bolum. Síðar hafi komið í ljós að fjármunir vegna þessa skiluðu sér ekki á reikning Wikileaks. „Hann beitti síðan blekkingum og fölsunum til að láta féð renna inn á eigin persónulega reikning en ekki samtakanna. Vegna aðstæðna og beiðni frá samtökunum var honum gefinn kostur á að endurgreiða þetta fé á nokkurra mánaða tímabili. Þegar það skilaði sér ekki var málið kært til lögreglu, líklega í mars eða apríl í fyrra og þar er það statt," segir Kristinn. Grunur leikur á að hann hafi haft fimm til sex milljónir af samtökunum. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins sem tengt er Wikileaks en manninum hefur enn ekki verið birt ákæra. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur ungi maðurinn oft komið við sögu lögreglu meðal annars vegna fjárdráttar og þjófnaðar. „Staðan hans virðist vera ákaflega bagaleg og þessar blekkingar og svik, virðast jarða við að vera sprottin af alvarlegum veikindum," segir Kristinn um þennan unga mann. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. Ungi maðurinn sem um ræðir er fæddur 1992 og verður því 21 árs í ár. Hann kynntist Julian Assange árið 2010 og sóttist í að veita Wikileaks liðsinni og gerðist sjálfboðaliði. Hann hefur látið að því liggja að hann hafi haft veigamiklastöðu innan samtakanna og verið náinn samstarfsmaður Assange. Fullyrt var fyrir skömmu að hann hefði verið yfir starfsmannamálum hjá fyrirtækinu en meðfylgjandi myndir af piltinum og Assange styðja þá frásögn. Talsmaður Wikileaks, segir piltinn hafa beðið um að fá myndir af sér með Julian eins og fjölmargir aðrir sjálfboðaliðar samtakanna. „Þarna eru um að ræða ungan Íslending sem vann nokkur viðvik fyrir samtökin á nokkra mánaða tímabili frá 2011 og fram að hausti 2011 og kom meðal annars til Englands og hitti Julian Assange og fleiri sem tengdust samtökunum eins og reyndar var algegnt með sjálfboðaliða á þessum tíma," segir kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Kristinn segir helsta verkefni unga mannsins hafi verið að sinna fjáröflun fyrir samtökin sem meðal annars fólust í sölu á bolum. Síðar hafi komið í ljós að fjármunir vegna þessa skiluðu sér ekki á reikning Wikileaks. „Hann beitti síðan blekkingum og fölsunum til að láta féð renna inn á eigin persónulega reikning en ekki samtakanna. Vegna aðstæðna og beiðni frá samtökunum var honum gefinn kostur á að endurgreiða þetta fé á nokkurra mánaða tímabili. Þegar það skilaði sér ekki var málið kært til lögreglu, líklega í mars eða apríl í fyrra og þar er það statt," segir Kristinn. Grunur leikur á að hann hafi haft fimm til sex milljónir af samtökunum. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins sem tengt er Wikileaks en manninum hefur enn ekki verið birt ákæra. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur ungi maðurinn oft komið við sögu lögreglu meðal annars vegna fjárdráttar og þjófnaðar. „Staðan hans virðist vera ákaflega bagaleg og þessar blekkingar og svik, virðast jarða við að vera sprottin af alvarlegum veikindum," segir Kristinn um þennan unga mann.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira