Körfubolti

Westbrook framlengir við Oklahoma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Russell Westbrook.
Russell Westbrook. vísir/getty
Stuðningsmenn Oklahoma City Thunder anda léttar eftir að félagið náði samkomulagi við Russell Westbrook um nýjan samning.

Félagið er þegar búið að missa Kevin Durant til Golden State og fóru þá margir að óttast um framtíð félagsins.

Westbrook mun skrifa undir nýjan þriggja ára samning við félagið sem mun færa honum rúma 10 milljarða króna í vasann. Gamli samningurinn átti að renna út næsta sumar.

Westbrook hefur verið í NBA-deildinni í átta ár og alltaf leikið með Thunder. Hann var frábær síðasta vetur og jafnaði met Magic Johnson yfir flestar þrefaldar tvennur á einu tímabili. Þeir hafa báðir náð 18 á ein tímabili.

Hann var þess utan með 23,5 stig, 7,8 fráköst og 10,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×