Enski boltinn

Wenger þreyttur á gagnrýni: Ég vinn og vinn og vinn og vinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Arsene Wenger sat enn einu sinni fyrir svörum blaðamanna í gær en í þetta sinn var tilefnið leikur Arsenal gegn Hull í ensku bikarkeppninni í kvöld.

Arsenal og Wenger hafa verið gagnrýnd nokkuð síðustu vikurnar eftir að Arsenal gaf eftir í titilbaráttu ensku deildarinnar. Það er ekki í fyrsta sinn sem Wenger þarf að hlusta á gagnrýnisraddir en Arsenal varð síðast Englandsmeistari árið 2004.

„Sjáið til. Ég hef unnið hér í 19, 20 ár en samt þarf ég að sitja hér og réttlæta að ég sé nógu góður til að sinna þessu starfi,“ sagði Wenger.

Sjá einnig: Bálreiður stuðningsmaður Arsenal tók kastið á Wenger: „Kominn fram yfir síðasta söludag“

„Mér finnst ekki erfitt að takast á við allt sem fylgir starfinu en mér finnst þetta orðið fremur leiðinlegt. Ég þarf alltaf að sannfæra ykkur um að ég sé nógu góður. Ég hef starfað í 35 ár sem þjálfari á hæsta stigi.“

„Mér finnst orðið leiðinlegt að sitja undir sömu spurningnunum að loknum nítján árum.“

Vísir/Getty
Býð aldrei neinum út að borða

Hann segir að hann muni halda áfram að sinna sínu starfi rétt eins og áður og að hann geti ekki stjórnað því hvaða álit stuðningsmenn félagsins hafa á honum.

„Ég bý yfir nógu mikilli auðmýkt til að efast um sjálfan mig og gangast við mínum mistökum. Það geri ég, trúið mér.“

„Það er samt engin tilviljun að eigendur félagsins hafi viljað halda mér í nítján ár. Eða haldið þið að þeir séu heimskari en við?“

Sjá einnig: Wenger: Barnalegt hjá okkur

„Ég er ekki á Twitter. Ég býð aldrei neinum út að borða. Ég vinn og vinn og vinn og vinn. Ef það er ekki nógu gott fæ ég að vita það einn daginn.“

„Ég get ekki haft áhyggjur af því hvað þið segið eða hvað stuðningsmennirnir segja. Ég verð að sinna minni vinnu eins vel og ég get. Öllum er svo frjálst að hafa sína skoðun á því.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×