FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 23:30

David Bowie sigurvegari Brit-verđlaunahátíđarinnar

LÍFIĐ

Wenger: Gabriel ţarf ađ tala betri ensku

 
Enski boltinn
08:00 02. MARS 2016
Gabriel Paulista.
Gabriel Paulista. VÍSIR/GETTY

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkenndi á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Swansea í kvöld að enskukunnátta brasilíska miðvarðarins Gabriel Paulista er ekki nógu góð.

Arsenal tókst ekki að leggja vængbrotið lið Manchester United á sunnudaginn, en þökk sé jafntefli Leicester í gær fá Skytturnar gullið tækifæri gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í kvöld til að minnka bilið á milli sín og Leicester í toppbaráttunni.

Gabriel hefur aðeins byrjað tíu leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og kom aðeins við sögu í sex leikjum á síðustu leiktíð eftir að hann var fenginn frá Villareal.

Brasilíumaðurinn var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í tapinu gegn Manchester United á sunnudaginn og segir Wenger að enskan sé að þvælast fyrir honum.

„Það væri betra ef hann talaði betri ensku. Stundum munar bara broti úr sekúndu inn á vellinum hvort einhver geti hjálpað þér,“ sagði Wenger.

„Hann er með Nacho Monreal við hlið sér og getur því talað spænsku við hann. Ég trúi að Gabriel sé að leggja mikið á sig til að læra ensku og hann bæti sig mjög hratt,“ sagði Arsene Wenger.

Leikur Arsenal og Swansea verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD í kvöld.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Wenger: Gabriel ţarf ađ tala betri ensku
Fara efst