Enski boltinn

Wenger: Erfiðara að selja Gibbs heldur en Chamberlain

Dagur Lárusson skrifar
Arsena Wenger
Arsena Wenger Vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það hafi verið erfiðara fyrir hann að selja Kieran Gibbs heldur en Alex Oxlade-Chamberlain núna í sumar.

Gibbs var seldur til WBA á meðan Chamberlain fór til Liverpool en Gibbs hafði verið hjá félaginu frá því hann var 10 ára.

„Þú vilt stöðuleika í liðinu þínu og þú vilt hafa leikmenn sem að halda uppi gildum félagsins en það er ekki alltaf raunin.“

„Þegar ég hugsa út í þetta þá var það erfiðara fyrir mig að selja Kieran Gibbs vegna þess að hann var búinn að vera hjá félaginu frá því hann var 10 ára.“

„Þegar hann kom þá var hann kanntmaður. Ég breytti honum í vinstri bakvörð vegna þess að það var ekki talið að hann myndi standa sig sem kanntmaður en ég sá hversu gáfaður og hraður hann er og þess vegna ákvað ég að prófa hann sem vinstri bakvörð.“

Gibbs spilaði aðeins 11 deildarleiki fyrir Arsenal á síðasta tímabili og þegar Arsenal staðfesti kaupin á Sead Kolasinac í sumar var það orðir mjög líklegt að hann færi frá félaginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×