Enski boltinn

Welbeck: Hugsaði minn gang í heilt ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Danny Welbeck segir að hann hafi verið farinn að íhuga framtíð sína hjá Manchester United löngu áður en hann fór til Arsenal.

Welbeck var seldur til Arsenal á lokadegi félagskiptagluggans í sumar fyrir 20 milljónir punda. Louis van Gaal, stjóri United, fannst hann ekki passa í sínar áætlanir en Welbeck segist hafa verið byrjaður að hugsa sinn gang löngu áður en Hollendingurinn kom til félagsins.

„Þegar maður er að hefja nýjan kafla á ferli sínum eftir að hafa verið lengi á sama staðnum verður maður að hugsa málin vandlega,“ sagði Welbeck við Manchester Evening News.

„Ég var því byrjaður að hugsa um hvað væri best fyrir mig í eitt ár eða svo. Ég var mikið að spila á vinstri kantinum í 4-4-2 kerfinu og fannst það erfitt því ég gat lítil áhrif haft á leikinn,“ sagði hann.

„Ég lagði mig allan fram en þetta var ekki besti kosturinn fyrir liðið þar sem ég gat haft meiri áhrif í minni bestu stöðu.“

„Þá byrjaður maður að hugsa sig um, þó svo að ég hafi alltaf lagt mig 100 prósent fram á æfingum og leikjum. Það breyttist aldrei. En maður byrjar þá að skoða málin út frá því hvað sé best fyrir mann sjálfan.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×