Enski boltinn

Walters hetja Stoke | Sjáðu mörkin

Gylfi skilur Adams eftir á rassinum.
Gylfi skilur Adams eftir á rassinum. Vísir/Getty
Jonathan Walters var hetja Stoke gegn Swansea í síðdegisleik enska boltans í dag. Walters skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Wilfried Bony kom Swansea yfir eftir 34. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Önnur vítaspyrna var dæmt tíu mínútum síðar en sú vítaspyrna var vægast sagt gjöf.

Victor Moses fór ansi auðveldlega niður og slakur dómari leiksins Michael Oliver benti á punktinn. Charlie Adam tók vítið og skoraði af miklu öryggi.

Varamaðurinn Jonathan Walters var svo hetjan þegar hann skoraði með skalla eftir sendingu frá öðrum varamanni Oussama Assaidi. 2-1 og það urðu lokatölur á Brittania leikvanginum.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í 85. mínútur, en Gylfi var afar líflegur í fyrri hálfleik.

Stoke er eftir sigurinn með ellefu stig í tíunda sæti, en Swansea er með jafn mörg stig tveimur sætum ofar vegna betri markatölu.

Gylfi fékk dauðafæri snemma leiks: Wilfried Bony kom Swansea yfir úr vítspyrnu: Charlie Adam jafnaði metin fyrir Stoke úr annarri vítaspyrnu: Jonathan Walters kom Stoke í 2-1 forystu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×