Viðskipti innlent

Vörukarfan hækkað hjá níu verslunum af fjórtán

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í verði hjá níu verslunum af fjórtán síðan í apríl. Mesta hækkunin var hjá Samkaupum-Strax eða um 2,9 prósent og hjá Nóatúni eða um 1,6 prósent. Vörukarfan lækkaði hins vegar mest hjá Nettó eða um 2,1 prósent.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ.

Verðbreytingar voru í öllum vöruflokkum en áberandi miklar sveiflur voru á verði grænmetis og ávaxta, kjötvörum og hreinlætis- og snyrtivörum.

Hreinlætis- og snyrtivörur hafa hækkað hjá helmingi verslana en mesta hækkunin var hjá Samkaupum-Strax, eða um 10,1 prósent og hjá Kaupfélagi Skagfirðinga um 3 prósent. Þá var mesta lækkunin hjá Kjarval 7,8 prósent og Nettó 7,3 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×