Vörubílstjóri keyrði inn í þvögu hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu Andri Ólafsson skrifar 23. ágúst 2014 16:12 Vörubílstjóri frá Eimskip reitti marga hlaupara til reiði í dag þegar hann reyndi að keyra inn á hlaupaleið í Klettagörðum í morgun. Vegfarandi segir að hætta hafi skapast við þetta en atvikið náðist á myndband sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupaleiðin í maraþoni og hálfmaraþoni liggur um Klettagarða. Nokkur þúsund hlauparar áttu því leið þar um í morgun þegar vörubílstjórinn sem sést í myndbandinu reynir að keyra þar í gegn. Bílstjórinn var sjálfur að koma af bílastæði Flytjanda. Eins og sést á myndbandinu reyndi bílstjórinn að mjaka sér inn í götuna, í gegn um stöðugun straum hlaupara, við misjafna hrifningu þátttakenda. „Fólk var að garga á hann og berja í bílinn,“ segir Baldur Þórir Baldursson, sem varð vitni að atvikinu og tók það upp á myndband. Hann segir að margir hlauparar hafi verið afar ósáttir við bílstjórann. Enda stórhættulegt að aka vörubíl út í svona þvögu af fólki. „Þetta var alveg vonlaust dæmi. Ég skil ekki hvað bílstjórinn var að reyna þetta,“ segir hann. Baldur segir að bílstjórinn hafi á endanum komist af bílastæðinu og í gegn um þvöguna. Það hafi þó tekið um tíu mínútur. Þá hafi hann stoppað við næsta vegatálma og æst sig við sjálfboðaliða sem þar stóð og passaði upp á umferð. Baldur segir að réttast hefði verið fyrir bílstjórann að bíða rólegur á meðan hlaupararnir kláruðu að hlaupa þarna í gegn í staðinn fyrir að skapa hættu eins og hann gerði. „Þetta Reykjavíkurmaraþon er einu sinni á ári. Hlaupaleiðir eru vel auglýstar og þær ættu ekki að koma neinum á óvart,“ segir Baldur. Eimskip hafa beðist afsökunar á akstri bílstjóra síns líkt og lesa má um í fréttinni að neðan. Post by Baldur Þórir Baldursson. Tengdar fréttir Eimskip biðst afsökunar: Búnir að ræða við bílstjórann "Þetta er afar óheppilegt. Við erum búnir að ræða við bílstórann og erum að skoða þetta atvik,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip um atvik sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. 23. ágúst 2014 17:38 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Vörubílstjóri frá Eimskip reitti marga hlaupara til reiði í dag þegar hann reyndi að keyra inn á hlaupaleið í Klettagörðum í morgun. Vegfarandi segir að hætta hafi skapast við þetta en atvikið náðist á myndband sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupaleiðin í maraþoni og hálfmaraþoni liggur um Klettagarða. Nokkur þúsund hlauparar áttu því leið þar um í morgun þegar vörubílstjórinn sem sést í myndbandinu reynir að keyra þar í gegn. Bílstjórinn var sjálfur að koma af bílastæði Flytjanda. Eins og sést á myndbandinu reyndi bílstjórinn að mjaka sér inn í götuna, í gegn um stöðugun straum hlaupara, við misjafna hrifningu þátttakenda. „Fólk var að garga á hann og berja í bílinn,“ segir Baldur Þórir Baldursson, sem varð vitni að atvikinu og tók það upp á myndband. Hann segir að margir hlauparar hafi verið afar ósáttir við bílstjórann. Enda stórhættulegt að aka vörubíl út í svona þvögu af fólki. „Þetta var alveg vonlaust dæmi. Ég skil ekki hvað bílstjórinn var að reyna þetta,“ segir hann. Baldur segir að bílstjórinn hafi á endanum komist af bílastæðinu og í gegn um þvöguna. Það hafi þó tekið um tíu mínútur. Þá hafi hann stoppað við næsta vegatálma og æst sig við sjálfboðaliða sem þar stóð og passaði upp á umferð. Baldur segir að réttast hefði verið fyrir bílstjórann að bíða rólegur á meðan hlaupararnir kláruðu að hlaupa þarna í gegn í staðinn fyrir að skapa hættu eins og hann gerði. „Þetta Reykjavíkurmaraþon er einu sinni á ári. Hlaupaleiðir eru vel auglýstar og þær ættu ekki að koma neinum á óvart,“ segir Baldur. Eimskip hafa beðist afsökunar á akstri bílstjóra síns líkt og lesa má um í fréttinni að neðan. Post by Baldur Þórir Baldursson.
Tengdar fréttir Eimskip biðst afsökunar: Búnir að ræða við bílstjórann "Þetta er afar óheppilegt. Við erum búnir að ræða við bílstórann og erum að skoða þetta atvik,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip um atvik sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. 23. ágúst 2014 17:38 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Eimskip biðst afsökunar: Búnir að ræða við bílstjórann "Þetta er afar óheppilegt. Við erum búnir að ræða við bílstórann og erum að skoða þetta atvik,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip um atvik sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. 23. ágúst 2014 17:38