Innlent

Voru tvær mínútur á leiðinni

Boði Logason skrifar
Mynd úr safni
Mynd úr safni

Eldur kom upp í bílskúr við Laxakvísl í Árbæjarhverfinu í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Vel gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðs. Enginn slasaðist en um minniháttar eld var að ræða.

Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn klukkan 17:40 og var fyrsti slökkviliðsbíllinn kominn á staðinn 17:42. Það tók því slökkviliðsmennina einungis tvær mínútur að komast á staðinn, sem verður að teljast nokkur góður viðbragðstími. Það fylgir þó sögunni að slökkviliðsstöðin á Tunguhálsi er í næsta nágrenni við Laxahvísl.

Nóg hefur verið að gera hjá sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu frá miðnætti, en þeir hafa sinnt yfir 80 flutningum, sem er með því mesta sem gerist á einum degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×