Vonbrigði með fjögurra ára samgönguáætlun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2016 20:30 Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur lýst yfir vonbrigðum með fjögurra ára samgönguáætlun sem nú liggur til umsagnar. Formaður nefndarinnar segir að að ekki sé hægt að lenda flugvél á suðvesturhorni landsins í stífri suðvestanátt eftir að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað. Flugvellirnir á Egilsstöðum og Akureyri gegna þýðingamiklu hlutverki sem varaflugvellir og með sívaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli þarf að huga betur að getu þeirra til að sinna hlutverki sem slíkir en þar er einungis pláss fyrir fjórar farþegaþotur á hvorum velli. Brýnt sé að stækka flughlöðin þessum flugvöllum, til að fyrirbyggja að háskalegt ástand geti skapast. „Við höfum búið við langvarandi niðurskurð á flugmálaáætlun og ástandið orðið óviðunandi. Verkefnalistinn liggur fyrir hjá Isavia þar sem menn hafa af mikilli fyrirhyggjusemi kortlagt til næstu 15 ára viðhald flugvallanna,“ Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Og það eru margvísleg verkefni sem bíða. „Það má nefna aðflugsbúnað á flugvellinum á Húsavík og sömuleiðis er orðið mjög aðkallandi að stækka flugvélastæðin bæði á Akureyri og á Egilsstöðum og við áttum raunar nýverið fund með fulltrúum Innanríkisráðuneytisins og þar er ríkur skilningur á stöðunni en það hefur strandað á fjárveitingarvaldinu,” segir Ingvar. Innanríkisráðuneytið veitti Isavia 50 milljón króna framlag síðasta vor svo hægt væri að flytja efni úr Vaðlaheiðargöngum á Akureyrarflugvöll til stækkunar flughlaðsins, en ríkið hefur ekki tryggt fjármagn til að Ijúka þeim framkvæmdunum. Þá gagnýnir félagið einnig þá stöðu sem er kominn upp eftir neyðarbrautinni á Reykjavíkuflugvelli var lokað eftir dóm Hæstaréttar. Var það skilningur félagsins að neyðarbrautinni yrði ekki lokað nema að braut með sömu stefnu á Keflavíkurflugvelli yrði opnuð. „Það hefur alltaf legið fyrir að ef til þess kæmi að braut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli yrði lokað þá yrði það ekki gert nema það væri búið að opna braut á Keflavíkurflugvelli sem hefur sömu stefnu og hefur staðið lokuð í hartnær 20 ár,“ segir Ingvar. Ingvar segir að þar sem uppbygging varaflugvalla á landinu hafi ekki verið í takt við þá fjölgun sem hefur orðið í flugi gætu flugrekendur þurft að bera þann kostnað á eldsneyti til þess að nota flugvelli í Skotlandi sem varaflugvelli. Ingvar segir jafnframt að með loknun neyðarbrautarinnar í Reykjavík sé ekkert sem hafi tekið við. „Það liggur fyrir að í Keflavík eru hvössustu vindhviðurnar suðaustan- og suðvestanáttir. Við þekkjm þetta bara á eigin skinni hvernig suðvertanáttin getur verið. Staðan er sú núna á suðvesturlandi að það er ekki hægt að lenda flugvél á suðvesturlandi í stífri suðvestanátt,“ segir Ingvar Fréttir af flugi Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur lýst yfir vonbrigðum með fjögurra ára samgönguáætlun sem nú liggur til umsagnar. Formaður nefndarinnar segir að að ekki sé hægt að lenda flugvél á suðvesturhorni landsins í stífri suðvestanátt eftir að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað. Flugvellirnir á Egilsstöðum og Akureyri gegna þýðingamiklu hlutverki sem varaflugvellir og með sívaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli þarf að huga betur að getu þeirra til að sinna hlutverki sem slíkir en þar er einungis pláss fyrir fjórar farþegaþotur á hvorum velli. Brýnt sé að stækka flughlöðin þessum flugvöllum, til að fyrirbyggja að háskalegt ástand geti skapast. „Við höfum búið við langvarandi niðurskurð á flugmálaáætlun og ástandið orðið óviðunandi. Verkefnalistinn liggur fyrir hjá Isavia þar sem menn hafa af mikilli fyrirhyggjusemi kortlagt til næstu 15 ára viðhald flugvallanna,“ Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Og það eru margvísleg verkefni sem bíða. „Það má nefna aðflugsbúnað á flugvellinum á Húsavík og sömuleiðis er orðið mjög aðkallandi að stækka flugvélastæðin bæði á Akureyri og á Egilsstöðum og við áttum raunar nýverið fund með fulltrúum Innanríkisráðuneytisins og þar er ríkur skilningur á stöðunni en það hefur strandað á fjárveitingarvaldinu,” segir Ingvar. Innanríkisráðuneytið veitti Isavia 50 milljón króna framlag síðasta vor svo hægt væri að flytja efni úr Vaðlaheiðargöngum á Akureyrarflugvöll til stækkunar flughlaðsins, en ríkið hefur ekki tryggt fjármagn til að Ijúka þeim framkvæmdunum. Þá gagnýnir félagið einnig þá stöðu sem er kominn upp eftir neyðarbrautinni á Reykjavíkuflugvelli var lokað eftir dóm Hæstaréttar. Var það skilningur félagsins að neyðarbrautinni yrði ekki lokað nema að braut með sömu stefnu á Keflavíkurflugvelli yrði opnuð. „Það hefur alltaf legið fyrir að ef til þess kæmi að braut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli yrði lokað þá yrði það ekki gert nema það væri búið að opna braut á Keflavíkurflugvelli sem hefur sömu stefnu og hefur staðið lokuð í hartnær 20 ár,“ segir Ingvar. Ingvar segir að þar sem uppbygging varaflugvalla á landinu hafi ekki verið í takt við þá fjölgun sem hefur orðið í flugi gætu flugrekendur þurft að bera þann kostnað á eldsneyti til þess að nota flugvelli í Skotlandi sem varaflugvelli. Ingvar segir jafnframt að með loknun neyðarbrautarinnar í Reykjavík sé ekkert sem hafi tekið við. „Það liggur fyrir að í Keflavík eru hvössustu vindhviðurnar suðaustan- og suðvestanáttir. Við þekkjm þetta bara á eigin skinni hvernig suðvertanáttin getur verið. Staðan er sú núna á suðvesturlandi að það er ekki hægt að lenda flugvél á suðvesturlandi í stífri suðvestanátt,“ segir Ingvar
Fréttir af flugi Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira