Viðskipti innlent

Vonast eftir samstarfi við stjórnvöld vegna vaxtadómsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðjón Rúnarsson fagnar því að stjórnvöld vilji samstarf við stjórnvöld vegna dómsins.
Guðjón Rúnarsson fagnar því að stjórnvöld vilji samstarf við stjórnvöld vegna dómsins.
Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, fagnar því að yfirvöld vilji hafa samráð við fjármálastofnanir um viðbrögð við vaxtadómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp á miðvikudaginn. Samkvæmt dómnum máttu lánastofnanir ekki rukka lántaka um seðlabankavexti fyrir gengistryggð lán fyrir þann tíma sem liðinn var áður en lánin voru dæmd ólögleg. Samtökin funda með efnahags- og viðskiptanefnd á morgun.

„Við erum eins og allir að skoða þetta. Það er heilmikið að fara yfir og átta sig á hlutunum," segir Guðjón. „Við vonumst til að geta átt gott samstarf við stjórnvöld líka. Forsætisráðherra talaði um samstarf við fjármálageirann um þetta og við fögnum því," segir Guðjón. Guðjón segir aðalatriðið vera það að menn verði samstíga um lausn sem sé endanleg.

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði við Vísi í dag að ljóst væri að ákveðnum spurningum væri ósvarað eftir dóminn. Til dæmis hvaða þýðingu dómurinn hafi fyrir þá sem ekki voru í skilum með greiðslum og höfðu látið frysta lán. Svör við slíkum spurningum fáist ekki nema í prófmáli fyrir Hæstarétti.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×