Völundarhús O. Lilja Birgisdóttir skrifar 6. desember 2014 07:00 Völundarhús geta verið skemmtileg ef góður tími og næði er til staðar til að fara í gegnum það. Pirringur, óþolinmæði og jafnvel streita getur hlaðist upp ef þessa þætti skortir. Eftir 20 smelli á músinni opnast loksins glugginn sem opnar rétta rýmið. Eitt skref áfram og tvö aftur á bak. Mögulega eru einhverjar aðferðir til að stytta leiðina en þær eru mismunandi eftir staðsetningu. Fjölbreytt kerfi í tæknivæddu vinnuumhverfi eru ekki alltaf að vinna með okkur. Flest vinnum við við einhverskonar kerfi við vinnu okkar og má þar nefna ýmiss konar tímaskráningarkerfi, launakerfi, innkaupakerfi, viðskiptavinakerfi, dropbox, trello, share point, lotus notes o.s.frv. Yfirleitt er markmið þessara kerfa að einfalda og auðvelda okkur vinnuna og þar með gera vinnuumhverfi okkar betra. Þó er það staðreynd að þessi kerfi flækja vinnu okkar oft óþarflega mikið og eru jafnvel vinnuhamlandi. Má nefna dæmi úr heilbrigðisgeiranum með 60-80 mismunandi klínísk kerfi sem tengjast illa við önnur kerfi og það getur tekið heilan dag að komast í gegnum lyfjaskráninguna! Ofan á allt hefur hlutverk starfsins fjarlægst kjarnann, meiri samskipti við kerfin og minni við viðskiptavininn. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að kerfin virka ekki nægilega vel. Kannski hentar það kerfi sem valið var verkefninu ekki nægilega vel, kerfið er illa hannað eða illa innleitt. Notendaviðmótið er ekki staðlað, mismunandi letur, mismunandi litir, mismunandi tákn.Þveröfug áhrif Kerfi eru hönnuð til að einfalda og auðvelda og bæta þannig vinnuumhverfið. Kerfi sem ekki virka geta hins vegar haft áhrif á líðan og valdið streitu. Minni stjórn á aðstæðum og tilfinning um vanhæfni. Þetta getur leitt til minni framleiðni og jafnvel veikindafjarveru. Kerfin eru því farin að hafa þveröfug áhrif miðað við upphaflegt markmið. Hver kannast ekki við að standa í röð í matvöruversluninni og allt er stopp. Eina skýringin sem starfsmaðurinn getur gefið er að kerfið sé eitthvað að stríða (the computer says NO). Illa hönnuð, illa innleidd eða rangt valin kerfi geta því valdið streitu. Notendaviðmót skiptir máli, alls staðar. Tökum sem dæmi venjulega sjónvarpsfjarstýringu. Hvað er verið að nota marga takka á henni? Af hverju ekki að hafa hlutina einfalda ef það virkar? Vinnuumhverfið hefur breyst töluvert síðustu ár. Meiri fjölbreytileiki, meðvitund um stillanleika búnaðar, loftgæði og vel hannaða lýsingu. Streitan er mikil og því nauðsynlegt að skoða hvað veldur hverju sinni. Mörg og flókin kerfi geta verið einn þátturinn, höfum það í huga þegar verið er að meta áhrif umhverfis á líðan. Höfum notendur með frá fyrsta degi, bæði við hönnun og val búnaðar og gefum tíma fyrir góða innleiðingu og þjálfun. Verum meðvituð um eigið vinnuumhverfi og hvaða þættir hafa áhrif á líðan, látum kerfið vinna fyrir okkur. Völundarhús geta verið skemmtileg, bara ekki í vinnunni. (Skrifað undir áhrifum af bókinni Jävla skitsystem! eftir Jonas Söderström.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Völundarhús geta verið skemmtileg ef góður tími og næði er til staðar til að fara í gegnum það. Pirringur, óþolinmæði og jafnvel streita getur hlaðist upp ef þessa þætti skortir. Eftir 20 smelli á músinni opnast loksins glugginn sem opnar rétta rýmið. Eitt skref áfram og tvö aftur á bak. Mögulega eru einhverjar aðferðir til að stytta leiðina en þær eru mismunandi eftir staðsetningu. Fjölbreytt kerfi í tæknivæddu vinnuumhverfi eru ekki alltaf að vinna með okkur. Flest vinnum við við einhverskonar kerfi við vinnu okkar og má þar nefna ýmiss konar tímaskráningarkerfi, launakerfi, innkaupakerfi, viðskiptavinakerfi, dropbox, trello, share point, lotus notes o.s.frv. Yfirleitt er markmið þessara kerfa að einfalda og auðvelda okkur vinnuna og þar með gera vinnuumhverfi okkar betra. Þó er það staðreynd að þessi kerfi flækja vinnu okkar oft óþarflega mikið og eru jafnvel vinnuhamlandi. Má nefna dæmi úr heilbrigðisgeiranum með 60-80 mismunandi klínísk kerfi sem tengjast illa við önnur kerfi og það getur tekið heilan dag að komast í gegnum lyfjaskráninguna! Ofan á allt hefur hlutverk starfsins fjarlægst kjarnann, meiri samskipti við kerfin og minni við viðskiptavininn. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að kerfin virka ekki nægilega vel. Kannski hentar það kerfi sem valið var verkefninu ekki nægilega vel, kerfið er illa hannað eða illa innleitt. Notendaviðmótið er ekki staðlað, mismunandi letur, mismunandi litir, mismunandi tákn.Þveröfug áhrif Kerfi eru hönnuð til að einfalda og auðvelda og bæta þannig vinnuumhverfið. Kerfi sem ekki virka geta hins vegar haft áhrif á líðan og valdið streitu. Minni stjórn á aðstæðum og tilfinning um vanhæfni. Þetta getur leitt til minni framleiðni og jafnvel veikindafjarveru. Kerfin eru því farin að hafa þveröfug áhrif miðað við upphaflegt markmið. Hver kannast ekki við að standa í röð í matvöruversluninni og allt er stopp. Eina skýringin sem starfsmaðurinn getur gefið er að kerfið sé eitthvað að stríða (the computer says NO). Illa hönnuð, illa innleidd eða rangt valin kerfi geta því valdið streitu. Notendaviðmót skiptir máli, alls staðar. Tökum sem dæmi venjulega sjónvarpsfjarstýringu. Hvað er verið að nota marga takka á henni? Af hverju ekki að hafa hlutina einfalda ef það virkar? Vinnuumhverfið hefur breyst töluvert síðustu ár. Meiri fjölbreytileiki, meðvitund um stillanleika búnaðar, loftgæði og vel hannaða lýsingu. Streitan er mikil og því nauðsynlegt að skoða hvað veldur hverju sinni. Mörg og flókin kerfi geta verið einn þátturinn, höfum það í huga þegar verið er að meta áhrif umhverfis á líðan. Höfum notendur með frá fyrsta degi, bæði við hönnun og val búnaðar og gefum tíma fyrir góða innleiðingu og þjálfun. Verum meðvituð um eigið vinnuumhverfi og hvaða þættir hafa áhrif á líðan, látum kerfið vinna fyrir okkur. Völundarhús geta verið skemmtileg, bara ekki í vinnunni. (Skrifað undir áhrifum af bókinni Jävla skitsystem! eftir Jonas Söderström.)
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun