Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2016 14:39 Allir stjórnarmenn Rithöfundasambandsins fengu listamannalaun í heilt ár. vísir Allir í stjórn Rithöfundasambands Íslands, að frátöldum varamönnum og framkvæmdastjóra, fengu úthlutuð 12 mánaða listamannalaun á dögunum. Ákvörðunin um úthlutunina er í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundarsambandsins velur sjálf. Formaður sambandsins segir að faglega hafi verið staðið að skipun úthlutunarnefndarinnar en að ekkert fyrirkomulag sé hafið yfir gagnrýni. Eins og Vísir greindi frá var tilkynnt á dögunum hverjir myndu hljóta listamannalaun fyrir árið 2016. Athygli vekur að fimm þeirra sem hlutu full 12 mánaða listamannalaun sitja í stjórn Rithöfundasambands Íslands; þau Jón Kalman Stefánsson, Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Vilborg Davíðsdóttir sem og formaður sambandsins Kristín Helga Gunnarsdóttir. Vilborg hlaut að auki ferðastyrk sem nemur mánaðarlaunum en Vilborg skrifaði nýverið mikla varnarræðu og svaraði völdum netverjum sem hafa atyrt listamenn og launin sem slík. Stjórn sambandsins hafði veg og vanda af tilnefningu þeirra þriggja sem skipuðu Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda; Brynja Baldursdóttir formaður, Auður Aðalsteinsdóttir og Davíð Kjartan Gestsson. Sjá einnig: Þau hlutu listamannalaun árið 2016Formaðurinn Kristín Helga segir að skipun nefndarinnar sé á fullkomlega faglegum grunni og að stjórn Rithöfundasambandsins hafi engin afskipti eða aðkomu að starfi nefndarinnar.Kristín Helga Gunnarsdóttir er formaður Rithöfundarsambands Íslands.vísir/stefán„Það er reynt að leggja til fólk sem allt starfar í bókmenntum, er menntað í sínu fagi, hefur mikla yfirsýn yfir sviðið og er hafið yfir gagnrýni,“ segir Kristín. „Það er enginn í stjórninni sem er neitt kunnugur því fólki sem situr í nefndinni. Þetta eru allt faglegar ákvarðanir sem búa þarna að baki.“ Hún segir að þrátt fyrir að ekkert kerfi sé hafið yfir gagnrýni þá sé núverandi fyrirkomulag þeim kostum gætt að fólk í faginu komi að skipun nefndarinnar – en ekki stjórnmálamenn.Verkferlar alltaf í endurskoðun „Það eina sem við reynum að hafa að leiðarljósi er að leggja til fólk sem hefur sérþekkingu á okkar fagi. Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina,“ segir Kristín. „Sjálfsagt má bæta þessa verkferla enn meir og það er alltaf í endurskoðun. Við munum gera það nú sem fyrr því alltaf má gera betur og ekkert kerfi er fullkomið.” Hún segir þá sem skipa stjórn Rithöfundasambandsins alla vera starfandi rithöfunda og að félagið leitist við að hún sé skipuð „rithöfundum í fremstu röð.“ Hún óttast að ef stjórnarseta í sambandinu myndi útiloka möguleika þessara rithöfunda á að hljóta listamannalaun væri ógerningur að fylla stjórnarsætin. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir að sambærilegt fyrirkomulag sé viðhaft við úthlutun úr öðrum launasjóðum listamanna. Tillögur að skipun úthlutunarnefnda sé í höndum fagsambanda. Tengdar fréttir Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Allir í stjórn Rithöfundasambands Íslands, að frátöldum varamönnum og framkvæmdastjóra, fengu úthlutuð 12 mánaða listamannalaun á dögunum. Ákvörðunin um úthlutunina er í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundarsambandsins velur sjálf. Formaður sambandsins segir að faglega hafi verið staðið að skipun úthlutunarnefndarinnar en að ekkert fyrirkomulag sé hafið yfir gagnrýni. Eins og Vísir greindi frá var tilkynnt á dögunum hverjir myndu hljóta listamannalaun fyrir árið 2016. Athygli vekur að fimm þeirra sem hlutu full 12 mánaða listamannalaun sitja í stjórn Rithöfundasambands Íslands; þau Jón Kalman Stefánsson, Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Vilborg Davíðsdóttir sem og formaður sambandsins Kristín Helga Gunnarsdóttir. Vilborg hlaut að auki ferðastyrk sem nemur mánaðarlaunum en Vilborg skrifaði nýverið mikla varnarræðu og svaraði völdum netverjum sem hafa atyrt listamenn og launin sem slík. Stjórn sambandsins hafði veg og vanda af tilnefningu þeirra þriggja sem skipuðu Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda; Brynja Baldursdóttir formaður, Auður Aðalsteinsdóttir og Davíð Kjartan Gestsson. Sjá einnig: Þau hlutu listamannalaun árið 2016Formaðurinn Kristín Helga segir að skipun nefndarinnar sé á fullkomlega faglegum grunni og að stjórn Rithöfundasambandsins hafi engin afskipti eða aðkomu að starfi nefndarinnar.Kristín Helga Gunnarsdóttir er formaður Rithöfundarsambands Íslands.vísir/stefán„Það er reynt að leggja til fólk sem allt starfar í bókmenntum, er menntað í sínu fagi, hefur mikla yfirsýn yfir sviðið og er hafið yfir gagnrýni,“ segir Kristín. „Það er enginn í stjórninni sem er neitt kunnugur því fólki sem situr í nefndinni. Þetta eru allt faglegar ákvarðanir sem búa þarna að baki.“ Hún segir að þrátt fyrir að ekkert kerfi sé hafið yfir gagnrýni þá sé núverandi fyrirkomulag þeim kostum gætt að fólk í faginu komi að skipun nefndarinnar – en ekki stjórnmálamenn.Verkferlar alltaf í endurskoðun „Það eina sem við reynum að hafa að leiðarljósi er að leggja til fólk sem hefur sérþekkingu á okkar fagi. Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina,“ segir Kristín. „Sjálfsagt má bæta þessa verkferla enn meir og það er alltaf í endurskoðun. Við munum gera það nú sem fyrr því alltaf má gera betur og ekkert kerfi er fullkomið.” Hún segir þá sem skipa stjórn Rithöfundasambandsins alla vera starfandi rithöfunda og að félagið leitist við að hún sé skipuð „rithöfundum í fremstu röð.“ Hún óttast að ef stjórnarseta í sambandinu myndi útiloka möguleika þessara rithöfunda á að hljóta listamannalaun væri ógerningur að fylla stjórnarsætin. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir að sambærilegt fyrirkomulag sé viðhaft við úthlutun úr öðrum launasjóðum listamanna. Tillögur að skipun úthlutunarnefnda sé í höndum fagsambanda.
Tengdar fréttir Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38