Vökudeildin fær hundruð húfa 23. desember 2010 09:30 Hafdís Priscilla afhendir vökudeild Barnaspítala Hringsins um 600 prjónaðar fyrirburahúfur á aðfangadag, mun fleiri húfur en hún bjóst við að fá.Fréttablaðið/GVA „Það eru komnar hátt í 600 húfur og svo fékk ég líka sjö teppi og eitthvað af sokkapörum,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem ætlar að afhenda vökudeild Barnaspítala Hringsins handprjónaðar húfur handa fyrirburum deildarinnar á morgun, aðfangadag. Fréttablaðið sagði frá því í byrjun nóvember að Hafdís Priscilla hefði í hyggju að prjóna húfur fyrir vökudeildina. Hún setti prjónaviðburðinn inn á samskiptasíðuna Facebook, fyrir vini og vandamenn, en átakið vatt upp á sig og um 850 manns skráðu sig á síðuna. Hún segir hins vegar að fleiri hafi haft samband eftir að fréttin birtist. „Það eru ekki allir á Facebook og eldri konur sem lásu fréttina höfðu samband og vildu endilega vera með,“ segir Hafdís, en hún er sjálf búin að prjóna fjórar húfur og sú fimmta er á leiðinni. Hafdís segir misjafnt hversu margar húfur hver og einn geti prjónað. „Sumar prjóna eina húfu en aðrar kannski fimm. Það var ein sem prjónaði 35 húfur. En að halda utan um allar þessar 600 húfur var aðeins meira en ég bjóst við,“ segir Hafdís og hlær. Húfurnar verða afhentar á morgun, en þá ætlar hún að ferja þær frá heimili sínu og niður á Barnaspítala. „Við keyptum plastkassa í Rúmfatalagernum og röðuðum húfunum ofan í eftir stærð, og þannig ætlum við að ferja þetta allt saman,“ segir Hafdís, en hún vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við prjónaskapinn.- ka Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Fleiri fréttir Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Sjá meira
„Það eru komnar hátt í 600 húfur og svo fékk ég líka sjö teppi og eitthvað af sokkapörum,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem ætlar að afhenda vökudeild Barnaspítala Hringsins handprjónaðar húfur handa fyrirburum deildarinnar á morgun, aðfangadag. Fréttablaðið sagði frá því í byrjun nóvember að Hafdís Priscilla hefði í hyggju að prjóna húfur fyrir vökudeildina. Hún setti prjónaviðburðinn inn á samskiptasíðuna Facebook, fyrir vini og vandamenn, en átakið vatt upp á sig og um 850 manns skráðu sig á síðuna. Hún segir hins vegar að fleiri hafi haft samband eftir að fréttin birtist. „Það eru ekki allir á Facebook og eldri konur sem lásu fréttina höfðu samband og vildu endilega vera með,“ segir Hafdís, en hún er sjálf búin að prjóna fjórar húfur og sú fimmta er á leiðinni. Hafdís segir misjafnt hversu margar húfur hver og einn geti prjónað. „Sumar prjóna eina húfu en aðrar kannski fimm. Það var ein sem prjónaði 35 húfur. En að halda utan um allar þessar 600 húfur var aðeins meira en ég bjóst við,“ segir Hafdís og hlær. Húfurnar verða afhentar á morgun, en þá ætlar hún að ferja þær frá heimili sínu og niður á Barnaspítala. „Við keyptum plastkassa í Rúmfatalagernum og röðuðum húfunum ofan í eftir stærð, og þannig ætlum við að ferja þetta allt saman,“ segir Hafdís, en hún vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við prjónaskapinn.- ka
Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Fleiri fréttir Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Sjá meira