Erlent

Vísindamenn vilja „kless'ann“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, klessir barn.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, klessir barn.
Vísindamenn við Aberystwyth háskólann í Wales hafa sýnt fram á að handabönd flytji fleiri bakteríur en aðra kveðjur sem byggja á því að hendur manna snertast.

Kalla þeir nú eftir því að menn temji sér að heldur að reka hnúana saman, eða „klessa‘ann“ eins og það er stundum kallað, til þess að draga úr dreifingu hverskyns sjúkdóma og þá sérstaklega á þeim tímum ársins þegar flensur eru að ganga.

Rannsóknin gekk þannig fyrir sig að vísindamennirnir settu á sig latexhanska og þöktu hendurnar í E. Coli bakteríunni. Því næst ráku þeir hendurnar saman á margvísilega vegu: þeir tókust til að mynda í hendur, gáfu hver öðrum fimmu og klesstu hnúana saman.

Niðurstöðurnar voru á þá leið að handabönd reyndust flytja um tífalt fleiri bakteríur á milli manna en hnúaskellurinn – fimmur bera nafn með rentu því þær flytja um fimmfalt meira magn baktería en það að „klessa‘ann“.

Í samtali við þarlenda fjölmiðla sagði einn læknanna sem tók þátt í rannsókninni að niðurstöðurnar vektu áhugaverðar spurningar um stöðu handabandsins og hvort fólk, heilbrigðisstarfsmenn sérstaklega, þyrfti ekki að endurskoða kveðjur sín á milli.

Það að leggja handabandinu væri auðveld leið til að draga úr dreifingu sjúkdóma og ekki væri óvitlaust ef fólk tæki heldur upp á því að hneigja sig eða reka hnúana saman sem fyrr segir.

Mikilvægi handþvotts var einnig tíundað í niðurstöðum skýrslunnar og er hann nú sem fyrr góð forvörn gegn smitsjúkdómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×