Viðskipti innlent

Vísi stefnt fyrir Félagsdóm

Bjarki Ármannsson skrifar
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík. Vísir/Pjetur
Starfsgreinasamband Íslands hefur fyrir hönd stéttarfélagsins Framsýnar stefnt útgerðarfélaginu Vísi fyrir Félagsdóm. Málið snýr að rekstrarstöðvun sem Vísir boðaði þann 1. apríl síðastliðinn vegna hráefnisskorts.

Starfsgreinasambandið telur að ekki hafi verið forsendur til að senda starfsfólk heim án launa líkt og gert var, þar sem stöðvunin hafi verið vegna niðurlagningar starfsstöðvar en ekki hráefnisskorts. Félagið hafi átt óveidd um tvö þúsund tonn þorskígilda á þessum tíma og því enginn raunverulegur skortur til staðar.

Fyrr á árinu flutti Vísir alla starfsemi sína frá Húsavík til Grindavíkur, en um sex prósent alls vinnuafls Húsavíkur starfaði hjá útgerðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×