Innlent

Vinna hafin á ný á Keflavíkurflugvelli

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/gva
Vinnustöðvun er nú lokið á Keflavíkurflugvelli en verkfallsaðgerðir flugvallastarfsmanna á Keflavíkurflugvelli  hófust klukkan fjögur í nótt og lauk þeim klukkan níu.

Allir formann stéttarfélaganna voru á svæðinu sem og verkfallsverðir. Flugvélar streyma nú að utan á Keflavíkurvöll og lenda ein af annarri.

Sex vélar lentu á nokkra mínútna fresti rétt eftir klukkan níu í morgun. Nú bíða þrír stórir breskir skólahópar á vellinum í þeirri von um að komast aftur heim.

Brottför sjö véla Icelandair frá Bandaríkjunum og Kanada var frestað ytra um þrjár klukkustundir.

Tvær morgunvélar Easy Jet frá Evrópu voru einnig fyrir töfum til klukkan níu. Óvenju mikil örtröð var í Leifsstöð um níu leitið þegar innritun, vopnaleit og önnur þjónusta í stöðinni hófst á ný.

Næsti samningafundur í kjaradeilunni verður á fimmtudag, en viðlíka aðgerðir og núna, hafa verið boðaðar þann 23. og 25. þessa mánaðar og svo allsherjar verkfall þann þrítugasta, ef ekki semst fyrir þann tíma.


Tengdar fréttir

Allt flug stöðvast í fyrramálið

Allt flug mun liggja niðri á milli klukkan fjögur og níu í fyrramálið og kemur það til með að snerta um fjögur þúsund farþega.

Vinnustöðvun á Keflavíkurflugvelli

Brottför sjö véla Icelandair frá Bandaríkjunum og Kanada var frestað ytra um þrjár klukkustundir vegna verkfallsaðgerða flugvallastarfsmanna á Keflavíkurflugvelli, sem hófust klukkan fjögur í nótt og standa til klukkan níu.

Allt stefnir í verkfall á þriðjudag

Samninganefndir Isavia og flugmálastarfsmanna funduðu í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. 400 flugmálastarfsmenn hafa boðað til fimm klukkustunda verkfallsagerða næstkomandi þriðjudag.

Áttatíu brottfarir og lendingar í Keflavík innan verkfallstímans

Þrjú skæruverkföll flugvallarstarfsmanna gætu sett úr skorðum áttatíu lendingar og brottfarir í utanlandsflugi auk röskunar á innanlandsflugi. Isavia og flugfélögin gera áætlun til að lágmarka truflunina sem gæti orðið ennþá meiri í lok apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×