Viðskipti innlent

Vínbúðirnar lokaðar á fimmtudag og föstudag vegna verkfalls SFR

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Starfsmenn ÁTVR munu að óbreyttu fara í verkfall á fimmtudag og föstudag.
Starfsmenn ÁTVR munu að óbreyttu fara í verkfall á fimmtudag og föstudag. vísir/gva
Næstum allt starfsfólk ÁTVR er í stéttarfélaginu SFR og fer því að óbreyttu í verkfall á fimmtudaginn og föstudaginn, en alls eru 49 vínbúðir á landinu. Alls fara um 350 manns í verkfall sem starfa hjá ÁTVR.

Vínbúðirnar munu því vera lokaðar þessa tvo daga en opna svo á ný á laugardaginn. Þá er einnig búið að boða til verkfalls á mánudag og þriðjudag í næstu viku og munu Vínbúðirnar einnig vera lokaðar þá verði ekki búið að semja.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að aðeins örfáir starfsmenn sem vinni á skrifstofu ÁTVR sem muni ekki fara í verkfall.

„Þetta eru allar vínbúðirnar sem eru undir sem og dreifingarmiðstöðin. Við undirbúum okkur í rauninni bara svipað eins og fyrir páska með þessa lokun núna með því að hafa næga birgðarstöðu núna í vikunni. Þá stefnum við að því að hafa föstudagsopnun á miðvikudaginn. Við erum að byrja að auglýsa þetta núna þannig að fólk geti gert ráðstafanir ef þarf,“ segir Sigrún.

Hún hvetur fólk til að fylgjast vel með á vef ÁTVR þar sem nýjustu upplýsingar varðandi verkfallið munu birtast.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×