Vill víðtækari sátt um búvörusamning Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2016 09:45 Frá undirritun búvörusamninga. Mynd/Atvinnuvegaráðuneytið Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. Markmiðið sé að ná víðtækari sátt um málið en verið hefur og meðal annars þurfi að virkja endurskoðunarákvæði samningsins enn frekar. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamning til tíu ára við Bændasamtök Íslands í febrúar síðastliðnum. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en frumvarp til breytinga á lögum vegna samningsins er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, segist reikna með að nefndin afgreiði málið frá sér í næstu viku. Nú var skrifað undir búvörusamninginn í febrúar. Er eitthvað svigrúm fyrir nefndina til að gera breytingar á þessu máli? „Já já. Ekki beint á samningnum sjálfum, hann auðvitað stendur og það má segja að samningurinn sé stefnumarkandi plagg til tíu ára en á móti kemur að það er hægt að breyta ýmsu í kringum lögin og framkvæmdina. Og það eru í þessum samningi endurskoðunarákvæði strax 2019,” segir Jón. Vilji sé til þess í nefndinni að gera það endurskoðunarákvæði mjög virkt. „Í mínum huga er hér um að ræða fjögurra ára samning með tíu ára ramma sem er langtímamarkmiðið í þessu. En til þess að það sé hægt að halda áfram þessari vegferð eftir fjögur ár þá tel ég mikilvægt að um þau skref ríki víðtækari sátt en við höfum orðið vör við,” segir Jón. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja samninginn á Alþingi, meðal annars Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálftæðisflokksins. „Sú gagnrýni sem kom fram þá var óskilgreind í mínum huga, ég átta mig ekki á hvað það var sem að verið var að gagnrýna,” segir Jón. Samstaða sé þó í nefndinni um meginmarkmið búvörusamningsins. „Við vonumst til þess að geta sett þetta í þann farveg að sáttin geti orðið víðtækari og að við náum sameiginlega að móta stefnu sem í senn styrkir og eflir íslenskan landbúnað til lengri tíma,” segir Jón Gunnarsson. Búvörusamningar Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. Markmiðið sé að ná víðtækari sátt um málið en verið hefur og meðal annars þurfi að virkja endurskoðunarákvæði samningsins enn frekar. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamning til tíu ára við Bændasamtök Íslands í febrúar síðastliðnum. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en frumvarp til breytinga á lögum vegna samningsins er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, segist reikna með að nefndin afgreiði málið frá sér í næstu viku. Nú var skrifað undir búvörusamninginn í febrúar. Er eitthvað svigrúm fyrir nefndina til að gera breytingar á þessu máli? „Já já. Ekki beint á samningnum sjálfum, hann auðvitað stendur og það má segja að samningurinn sé stefnumarkandi plagg til tíu ára en á móti kemur að það er hægt að breyta ýmsu í kringum lögin og framkvæmdina. Og það eru í þessum samningi endurskoðunarákvæði strax 2019,” segir Jón. Vilji sé til þess í nefndinni að gera það endurskoðunarákvæði mjög virkt. „Í mínum huga er hér um að ræða fjögurra ára samning með tíu ára ramma sem er langtímamarkmiðið í þessu. En til þess að það sé hægt að halda áfram þessari vegferð eftir fjögur ár þá tel ég mikilvægt að um þau skref ríki víðtækari sátt en við höfum orðið vör við,” segir Jón. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja samninginn á Alþingi, meðal annars Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálftæðisflokksins. „Sú gagnrýni sem kom fram þá var óskilgreind í mínum huga, ég átta mig ekki á hvað það var sem að verið var að gagnrýna,” segir Jón. Samstaða sé þó í nefndinni um meginmarkmið búvörusamningsins. „Við vonumst til þess að geta sett þetta í þann farveg að sáttin geti orðið víðtækari og að við náum sameiginlega að móta stefnu sem í senn styrkir og eflir íslenskan landbúnað til lengri tíma,” segir Jón Gunnarsson.
Búvörusamningar Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira