Viðskipti innlent

Vill sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki til að auka tekjur

Eygló Harðadóttir félagsmálaráðherra.
Eygló Harðadóttir félagsmálaráðherra.

Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, telur að með því að leggja sérstakan skatt á starfandi fjármálafyrirtæki og þau sem eru í slitameðferð megi auka tekjur ríkissjóðs um þrjátíu til fjörutíu milljarða á ári.

Eygló skrifar um málið á heimasíðu sinni. Þar segir hún að peningana megi nota til að fjármagna fyrirhuguðu útgjöld og skattalækkanir ríkisstjórnarinnar.

Þá geti skatturinn einnig virkað hvetjandi á slitastjórnir föllnu bankanna til að ljúka slitum og segja skilið við ofurlaun sín - eins og segir á heimasíðu ráðherra.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×