Innlent

Vill flytja jafnréttisstofu

Samúel Karl Ólason skrifar
Aldamótaárið 2000 var Skrifstofu jafnréttismála lokað í Reykjavík og starfsemin flutt norður til Akureyrar undir heitinu Jafnréttisstofa. Henni ber að hafa eftirlit með að jafnréttislögum sé framfylgt.

Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands, segir Jafnréttisstofu fjársvelta og mannsvelta stofnun og telur að það veiki hana að vera staðsett norður í landi. Stóru málin spurðu Gyðu hvað löggjafinn gæti gert til að útrýma kynbundnum launamun, sem enn er til staðar, 54 árum eftir að hann var bannaður með lögum.

Gyða Margrét telur að alþingi gæti aukið eftirlitshlutverk Jafnréttisstofu. Svar í meðfylgjandi myndbandi.

Í áratugi hafa menn sett lög, stofnað nefndir, aðgerðahópa, farið í átök og herferðir til að eyða kynbundnum launamun. En það hefur ekki tekist. Hvað gerum við í stöðunni nú?

Ræðum það við Eygló Harðardóttur og fleiri í Stóru málunum á Stöð 2, kl.19.20 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×