Vill banna reykingar á almannafæri 29. apríl 2014 14:10 Ákvæði um reykingabann á opnum svæðum í Kópavogi er í nýrri lögreglusamþykkt og er til umræðu. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi, vill banna reykingar á almannafæri í Kópavogi. Bæjarstjóri telur alltof langt gengið. Ákvæði um reykingabann á opnum svæðum í Kópavogi er í nýrri lögreglusamþykkt og er til umræðu í bæjarstjórn Kópavogs. Ómar Stefánsson, leiðtogi Framsóknarmanna, stendur fyrir ákvæðinu og hann er spurður hvort þetta þýði í raun að reykingar séu bannaðar í Kópavogi „Það verður bannað að reykja á opnum svæðum, göngustígum og við opinberar byggingar sem tilheyra Kópavogi,“ segir Ómar. Þarna er lengra gengið en áður hefur þekkst á Íslandi varðandi reykingabann. Ýmsar spurningar vakna svo sem hvort þetta kalli ekki á aukna löggæslu? „Nei, það er ekki tilgangurinn með þessu. Þetta snýst fyrst og fremst um að fólk sýni tillitssemi. Þetta byggir á lögum um tóbaksvarnir og í 1. grein segir alveg skýrt að virða skuli rétt hvers manns að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað af tóbaksreyk af völdum annarra.“ Ómar viðurkennir fúslega að vera fanatískur andreykingamaður. Og ekki er eining um málið innan bæjarstjórnar Kópavogs. „Mér finnst þessi tillaga ganga of langt, satt best að segja,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Kópavogs. „Ég skil hins vegar markmiðið hjá Ómari, honum er illa við að fólk sé að reykja í kringum annað fólk og ég tala nú ekki um þar sem börn eru.“Ómar segir að hann telji hæpið að tillaga sín verði samþykkt, af því að það eru svo margir í bæjarstjórninni sem reykja.„Ég veit ekki hvað menn láta það trufla sig,“ segir Ármann. „Óneitanlega er sérstakt að ætla að sérhagsmunir en ekki prinsipp ráðiför í málum sem þessu. En, vissulega er það skondið að þegar menn tóku fundarhlé í bæjarstjórn þegar verið var að ræða þetta mál, að þá voru nokkrir sem fóru út og fengu sér smók. Ef lögreglusamþykktin hefði verið komin í gegn, þá hefðu þeir ekki mátt gera það.“ Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi, vill banna reykingar á almannafæri í Kópavogi. Bæjarstjóri telur alltof langt gengið. Ákvæði um reykingabann á opnum svæðum í Kópavogi er í nýrri lögreglusamþykkt og er til umræðu í bæjarstjórn Kópavogs. Ómar Stefánsson, leiðtogi Framsóknarmanna, stendur fyrir ákvæðinu og hann er spurður hvort þetta þýði í raun að reykingar séu bannaðar í Kópavogi „Það verður bannað að reykja á opnum svæðum, göngustígum og við opinberar byggingar sem tilheyra Kópavogi,“ segir Ómar. Þarna er lengra gengið en áður hefur þekkst á Íslandi varðandi reykingabann. Ýmsar spurningar vakna svo sem hvort þetta kalli ekki á aukna löggæslu? „Nei, það er ekki tilgangurinn með þessu. Þetta snýst fyrst og fremst um að fólk sýni tillitssemi. Þetta byggir á lögum um tóbaksvarnir og í 1. grein segir alveg skýrt að virða skuli rétt hvers manns að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað af tóbaksreyk af völdum annarra.“ Ómar viðurkennir fúslega að vera fanatískur andreykingamaður. Og ekki er eining um málið innan bæjarstjórnar Kópavogs. „Mér finnst þessi tillaga ganga of langt, satt best að segja,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Kópavogs. „Ég skil hins vegar markmiðið hjá Ómari, honum er illa við að fólk sé að reykja í kringum annað fólk og ég tala nú ekki um þar sem börn eru.“Ómar segir að hann telji hæpið að tillaga sín verði samþykkt, af því að það eru svo margir í bæjarstjórninni sem reykja.„Ég veit ekki hvað menn láta það trufla sig,“ segir Ármann. „Óneitanlega er sérstakt að ætla að sérhagsmunir en ekki prinsipp ráðiför í málum sem þessu. En, vissulega er það skondið að þegar menn tóku fundarhlé í bæjarstjórn þegar verið var að ræða þetta mál, að þá voru nokkrir sem fóru út og fengu sér smók. Ef lögreglusamþykktin hefði verið komin í gegn, þá hefðu þeir ekki mátt gera það.“
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira