Vill að ungir strákar með ADHD tjái sig í dansi 1. september 2014 09:44 Guðmundur fékk útrás í dansinum. Fréttablaðið/Andri Marinó „Ég er sjálfur lesblindur með athyglisbrest og allan pakkann. Skóli var helvíti fyrir mig. Ég faldi mig bak við her af vinum, sem voru eiginlega allir haldnir sömu vandamálum. Svo fékk ég útrás í dansinum,“ segir Guðmundur Elías Knudsen sem hefur í samvinnu við Klifið, skapandi fræðslusetur, þróað námskeiðið Hreyfismiðjan fyrir stráka á aldrinum 13-16 ára sem eru með ADHD, athyglisbrest eða ofvirkni. Guðmundur byggir námskeiðið upp á eigin reynslu. „Ég upplifði mikla reiði á unglingsárum vegna þess að ég féll ekki inn í boxið. Í menntaskóla var svo skorað á mig að mæta í ballet og ég ákvað upp á grínið að mæta. Eftir fyrsta tímann varð ekki aftur snúið,“ útskýrir Guðmundur Elías. Hann hóf svo nám við Listdansskóla Íslands, en eftir það flutti hann sig til Hollands í nám við Hogeschool voor de Kunsten í Arnhem. Guðmundur Elías leggur um þessar mundir stund á meistaranám við listkennsludeild Listaháskóla Íslands og verður Hreyfismiðjan hluti af meistaraverkefni hans. „Ef ég hefði haft eitthvað svona þegar ég var á þessum aldri hefði kannski meira orðið úr manni en fátækur listamaður,“ segir Guðmundur Elías og hlær. Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust og líkamsímynd strákanna sem taka þátt. Að sögn Guðmundar verður unnið með líkamsmeðvitund og beitingu dansins sem farveg fyrir tilfinningar og reiði.Uppeldi barna og unglinga með ADHD Uppeldi barna og unglinga með ADHD er oft krefjandi og reynir því töluvert á bæði foreldra og aðra, til dæmis kennara. Góð sjálfsímynd er forsenda velgengni og því er lykilatriði að stuðla að því að börnin bíði ekki stöðuga ósigra í daglegu lífi.Börn og unglingar læra ekki af skömmum og neikvæðu viðmóti. Þetta brýtur niður sjálfsmyndina og eykur hættu á kvíða og depurð.Mikilvægt er að leita eftir sterkum hliðum en ekki að einblína á veikleika. Börn og unglingar með ADHD þurfa skýra ramma í uppeldinu, fáar en einfaldar reglur og ótvíræð og einföld fyrirmæli sem fylgt er eftir.Fyrst og fremst þarf þó jákvætt viðmót, hrós og viðurkenningu fyrir það sem vel er gert. Skilningur á eðli ADHD og samvinna þeirra sem umgangast barnið eða unglinginn, hvort sem það er heima eða utan heimilis, í skóla eða leikskóla eða í tómstundastarfi, er forsenda þess að hægt sé að takast á við vandann og skapa þeim og fjölskyldum þeirra gott líf. Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Ég er sjálfur lesblindur með athyglisbrest og allan pakkann. Skóli var helvíti fyrir mig. Ég faldi mig bak við her af vinum, sem voru eiginlega allir haldnir sömu vandamálum. Svo fékk ég útrás í dansinum,“ segir Guðmundur Elías Knudsen sem hefur í samvinnu við Klifið, skapandi fræðslusetur, þróað námskeiðið Hreyfismiðjan fyrir stráka á aldrinum 13-16 ára sem eru með ADHD, athyglisbrest eða ofvirkni. Guðmundur byggir námskeiðið upp á eigin reynslu. „Ég upplifði mikla reiði á unglingsárum vegna þess að ég féll ekki inn í boxið. Í menntaskóla var svo skorað á mig að mæta í ballet og ég ákvað upp á grínið að mæta. Eftir fyrsta tímann varð ekki aftur snúið,“ útskýrir Guðmundur Elías. Hann hóf svo nám við Listdansskóla Íslands, en eftir það flutti hann sig til Hollands í nám við Hogeschool voor de Kunsten í Arnhem. Guðmundur Elías leggur um þessar mundir stund á meistaranám við listkennsludeild Listaháskóla Íslands og verður Hreyfismiðjan hluti af meistaraverkefni hans. „Ef ég hefði haft eitthvað svona þegar ég var á þessum aldri hefði kannski meira orðið úr manni en fátækur listamaður,“ segir Guðmundur Elías og hlær. Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust og líkamsímynd strákanna sem taka þátt. Að sögn Guðmundar verður unnið með líkamsmeðvitund og beitingu dansins sem farveg fyrir tilfinningar og reiði.Uppeldi barna og unglinga með ADHD Uppeldi barna og unglinga með ADHD er oft krefjandi og reynir því töluvert á bæði foreldra og aðra, til dæmis kennara. Góð sjálfsímynd er forsenda velgengni og því er lykilatriði að stuðla að því að börnin bíði ekki stöðuga ósigra í daglegu lífi.Börn og unglingar læra ekki af skömmum og neikvæðu viðmóti. Þetta brýtur niður sjálfsmyndina og eykur hættu á kvíða og depurð.Mikilvægt er að leita eftir sterkum hliðum en ekki að einblína á veikleika. Börn og unglingar með ADHD þurfa skýra ramma í uppeldinu, fáar en einfaldar reglur og ótvíræð og einföld fyrirmæli sem fylgt er eftir.Fyrst og fremst þarf þó jákvætt viðmót, hrós og viðurkenningu fyrir það sem vel er gert. Skilningur á eðli ADHD og samvinna þeirra sem umgangast barnið eða unglinginn, hvort sem það er heima eða utan heimilis, í skóla eða leikskóla eða í tómstundastarfi, er forsenda þess að hægt sé að takast á við vandann og skapa þeim og fjölskyldum þeirra gott líf.
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira