Vill að ungir strákar með ADHD tjái sig í dansi 1. september 2014 09:44 Guðmundur fékk útrás í dansinum. Fréttablaðið/Andri Marinó „Ég er sjálfur lesblindur með athyglisbrest og allan pakkann. Skóli var helvíti fyrir mig. Ég faldi mig bak við her af vinum, sem voru eiginlega allir haldnir sömu vandamálum. Svo fékk ég útrás í dansinum,“ segir Guðmundur Elías Knudsen sem hefur í samvinnu við Klifið, skapandi fræðslusetur, þróað námskeiðið Hreyfismiðjan fyrir stráka á aldrinum 13-16 ára sem eru með ADHD, athyglisbrest eða ofvirkni. Guðmundur byggir námskeiðið upp á eigin reynslu. „Ég upplifði mikla reiði á unglingsárum vegna þess að ég féll ekki inn í boxið. Í menntaskóla var svo skorað á mig að mæta í ballet og ég ákvað upp á grínið að mæta. Eftir fyrsta tímann varð ekki aftur snúið,“ útskýrir Guðmundur Elías. Hann hóf svo nám við Listdansskóla Íslands, en eftir það flutti hann sig til Hollands í nám við Hogeschool voor de Kunsten í Arnhem. Guðmundur Elías leggur um þessar mundir stund á meistaranám við listkennsludeild Listaháskóla Íslands og verður Hreyfismiðjan hluti af meistaraverkefni hans. „Ef ég hefði haft eitthvað svona þegar ég var á þessum aldri hefði kannski meira orðið úr manni en fátækur listamaður,“ segir Guðmundur Elías og hlær. Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust og líkamsímynd strákanna sem taka þátt. Að sögn Guðmundar verður unnið með líkamsmeðvitund og beitingu dansins sem farveg fyrir tilfinningar og reiði.Uppeldi barna og unglinga með ADHD Uppeldi barna og unglinga með ADHD er oft krefjandi og reynir því töluvert á bæði foreldra og aðra, til dæmis kennara. Góð sjálfsímynd er forsenda velgengni og því er lykilatriði að stuðla að því að börnin bíði ekki stöðuga ósigra í daglegu lífi.Börn og unglingar læra ekki af skömmum og neikvæðu viðmóti. Þetta brýtur niður sjálfsmyndina og eykur hættu á kvíða og depurð.Mikilvægt er að leita eftir sterkum hliðum en ekki að einblína á veikleika. Börn og unglingar með ADHD þurfa skýra ramma í uppeldinu, fáar en einfaldar reglur og ótvíræð og einföld fyrirmæli sem fylgt er eftir.Fyrst og fremst þarf þó jákvætt viðmót, hrós og viðurkenningu fyrir það sem vel er gert. Skilningur á eðli ADHD og samvinna þeirra sem umgangast barnið eða unglinginn, hvort sem það er heima eða utan heimilis, í skóla eða leikskóla eða í tómstundastarfi, er forsenda þess að hægt sé að takast á við vandann og skapa þeim og fjölskyldum þeirra gott líf. Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
„Ég er sjálfur lesblindur með athyglisbrest og allan pakkann. Skóli var helvíti fyrir mig. Ég faldi mig bak við her af vinum, sem voru eiginlega allir haldnir sömu vandamálum. Svo fékk ég útrás í dansinum,“ segir Guðmundur Elías Knudsen sem hefur í samvinnu við Klifið, skapandi fræðslusetur, þróað námskeiðið Hreyfismiðjan fyrir stráka á aldrinum 13-16 ára sem eru með ADHD, athyglisbrest eða ofvirkni. Guðmundur byggir námskeiðið upp á eigin reynslu. „Ég upplifði mikla reiði á unglingsárum vegna þess að ég féll ekki inn í boxið. Í menntaskóla var svo skorað á mig að mæta í ballet og ég ákvað upp á grínið að mæta. Eftir fyrsta tímann varð ekki aftur snúið,“ útskýrir Guðmundur Elías. Hann hóf svo nám við Listdansskóla Íslands, en eftir það flutti hann sig til Hollands í nám við Hogeschool voor de Kunsten í Arnhem. Guðmundur Elías leggur um þessar mundir stund á meistaranám við listkennsludeild Listaháskóla Íslands og verður Hreyfismiðjan hluti af meistaraverkefni hans. „Ef ég hefði haft eitthvað svona þegar ég var á þessum aldri hefði kannski meira orðið úr manni en fátækur listamaður,“ segir Guðmundur Elías og hlær. Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust og líkamsímynd strákanna sem taka þátt. Að sögn Guðmundar verður unnið með líkamsmeðvitund og beitingu dansins sem farveg fyrir tilfinningar og reiði.Uppeldi barna og unglinga með ADHD Uppeldi barna og unglinga með ADHD er oft krefjandi og reynir því töluvert á bæði foreldra og aðra, til dæmis kennara. Góð sjálfsímynd er forsenda velgengni og því er lykilatriði að stuðla að því að börnin bíði ekki stöðuga ósigra í daglegu lífi.Börn og unglingar læra ekki af skömmum og neikvæðu viðmóti. Þetta brýtur niður sjálfsmyndina og eykur hættu á kvíða og depurð.Mikilvægt er að leita eftir sterkum hliðum en ekki að einblína á veikleika. Börn og unglingar með ADHD þurfa skýra ramma í uppeldinu, fáar en einfaldar reglur og ótvíræð og einföld fyrirmæli sem fylgt er eftir.Fyrst og fremst þarf þó jákvætt viðmót, hrós og viðurkenningu fyrir það sem vel er gert. Skilningur á eðli ADHD og samvinna þeirra sem umgangast barnið eða unglinginn, hvort sem það er heima eða utan heimilis, í skóla eða leikskóla eða í tómstundastarfi, er forsenda þess að hægt sé að takast á við vandann og skapa þeim og fjölskyldum þeirra gott líf.
Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira