Erlent

Vill að Karl leiði breska samveldið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Karl Bretaprins verður trúlega leiðtogi breska samveldisins..
Karl Bretaprins verður trúlega leiðtogi breska samveldisins.. Vísir/AFP
Elísabet önnur Bretlandsdrottning bað í gær leiðtoga breska samveldisins um að gera Karl Bretaprins að þjóðhöfðingja samveldisins eftir hennar dag. Sagði hún það einlæga ósk sína þegar hún setti fund þjóðarleiðtoga samveldisríkjanna í Lundúnum.

Leiðtogasætið sem um ræðir er ekki arfgengt líkt og breska krúnan. Því þarf sérstaklega að samþykkja nýjan leiðtoga samveldisins. BBC greindi frá því í gær að búist væri við því að þjóðarleiðtogarnir 53 samþykki að Karl taki við af Elísabetu í dag þótt vangaveltur hafi verið uppi um hvort heppilegra væri að önnur ríki samveldisins en Bretland fengju að spreyta sig.

Samkvæmt James Landale, fréttaskýranda BBC, er þó ekki búist við því að samþykkt verði að leiðtogi samveldisins verði alltaf konungur eða drottning Bretlands. Einungis verði samþykkt að Karl taki næst við sætinu.

„Ég óska þess að samveldið haldi áfram að stuðla að stöðugleika og góðri framtíð komandi kynslóða. Ég óska þess að samveldið ákveði einn daginn að prinsinn af Wales taki við þessu mikilvæga starfi sem faðir minn kom á árið 1949,“ sagði Elísabet drottning.




Tengdar fréttir

Filippus undir skurðarhnífinn

Filippus prins, hertoginn af Edinborg, og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, mun fara í mjaðmaaðgerð á sjúkrahúsi í Lundúnum síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×