Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2015 19:00 Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. Sú leið sé utan flóðahættu og hana megi skjótast á vélsleðum á tveimur klukkustundum úr Mývatnssveit. Eldgosið í Holuhrauni er sérstakt að því leyti að almenningi hefur allan tímann verið bannað að nálgast gosstöðvarnar, aðeins vísinda- og fjölmiðlamönnum hefur verið leyft að fara á svæðið. Eldgos er auðvitað hættulegt en um leið heillandi fyrirbæri sem marga langar að sjá og vísindamennirnir sem fóru að eldstöðinni um þarsíðustu helgi athöfnuðu sig við hraunjaðarinn án gasgríma og virtust ekki upplifa sig í bráðri hættu. Oddviti Skútustaðahrepps, Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem jafnframt er hótelhaldari í Mývatnsveit, hvetur nú til þess að skoðað verði hvort slaka megi á banninu en tekur jafnframt fram að hann vilji að öryggi verði sett umfram allt annað.Víðtækt ferðabann hefur verið í gildi á stórum hluta hálendis Íslands frá því um miðjan ágústmánuð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raunar má telja bannsvæði almannavarna eitt víðtækasta ferðabann sem sett hefur verið á hérlendis en stór hluti hálendisins hefur verið bannsvæði undanfarna fimm mánuði. Aðeins ein leið, frá Möðrudal, hefur verið opin inn á svæðið fyrir vísinda- og fjölmiðlamenn, auk lögreglu. Oddviti Mývetninga vill að skoðað verði hvort opna megi leið fyrir almenning, vestan Öskju, frá Mývatni og að útsýnisstað sunnan við svokallan Kattbeking, sem er tíu kílómetra frá gígnum. Hann fór í haust þessa leið í fylgd lögreglu og björgunarsveitar en hún liggur um Ódáðahraun og Dyngjufjalladal.Leiðin sem oddvitinn vill opna liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni.Grafík/Hjalti Þór Þórsson.Yngvi Ragnar segist finna fyrir gríðarlegum áhuga hjá fólki að komast á svæðið á vélsleðum og breyttum jeppum og í greinargerð um málið birtir hann myndir af útsýnisstöðum sem eru utan hættusvæðis vegna hugsanlegs hamfaraflóðs. Hann vill að skoðað verði hvort þessa leið megi opna, bæði sem viðbótar flóttaleið en einnig til takmarkaðra nota fyrir ferðaþjónustu fyrst um sinn, en hvetur jafnframt til að hún verði lagfærð og gerð greiðfærari vegna framtíðarumferðar inn á svæðið.Leiðin liggur vestan Sellandafjalls, um Ódáðahraun og Dyngjufjalladal. Oddvitinn hvetur til þess að hún verði lagfærð vegna framtíðarumferðar inn á svæðið. Tengdar fréttir Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12 Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira
Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. Sú leið sé utan flóðahættu og hana megi skjótast á vélsleðum á tveimur klukkustundum úr Mývatnssveit. Eldgosið í Holuhrauni er sérstakt að því leyti að almenningi hefur allan tímann verið bannað að nálgast gosstöðvarnar, aðeins vísinda- og fjölmiðlamönnum hefur verið leyft að fara á svæðið. Eldgos er auðvitað hættulegt en um leið heillandi fyrirbæri sem marga langar að sjá og vísindamennirnir sem fóru að eldstöðinni um þarsíðustu helgi athöfnuðu sig við hraunjaðarinn án gasgríma og virtust ekki upplifa sig í bráðri hættu. Oddviti Skútustaðahrepps, Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem jafnframt er hótelhaldari í Mývatnsveit, hvetur nú til þess að skoðað verði hvort slaka megi á banninu en tekur jafnframt fram að hann vilji að öryggi verði sett umfram allt annað.Víðtækt ferðabann hefur verið í gildi á stórum hluta hálendis Íslands frá því um miðjan ágústmánuð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raunar má telja bannsvæði almannavarna eitt víðtækasta ferðabann sem sett hefur verið á hérlendis en stór hluti hálendisins hefur verið bannsvæði undanfarna fimm mánuði. Aðeins ein leið, frá Möðrudal, hefur verið opin inn á svæðið fyrir vísinda- og fjölmiðlamenn, auk lögreglu. Oddviti Mývetninga vill að skoðað verði hvort opna megi leið fyrir almenning, vestan Öskju, frá Mývatni og að útsýnisstað sunnan við svokallan Kattbeking, sem er tíu kílómetra frá gígnum. Hann fór í haust þessa leið í fylgd lögreglu og björgunarsveitar en hún liggur um Ódáðahraun og Dyngjufjalladal.Leiðin sem oddvitinn vill opna liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni.Grafík/Hjalti Þór Þórsson.Yngvi Ragnar segist finna fyrir gríðarlegum áhuga hjá fólki að komast á svæðið á vélsleðum og breyttum jeppum og í greinargerð um málið birtir hann myndir af útsýnisstöðum sem eru utan hættusvæðis vegna hugsanlegs hamfaraflóðs. Hann vill að skoðað verði hvort þessa leið megi opna, bæði sem viðbótar flóttaleið en einnig til takmarkaðra nota fyrir ferðaþjónustu fyrst um sinn, en hvetur jafnframt til að hún verði lagfærð og gerð greiðfærari vegna framtíðarumferðar inn á svæðið.Leiðin liggur vestan Sellandafjalls, um Ódáðahraun og Dyngjufjalladal. Oddvitinn hvetur til þess að hún verði lagfærð vegna framtíðarumferðar inn á svæðið.
Tengdar fréttir Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12 Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira
Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12
Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41
Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45