Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2015 19:00 Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. Sú leið sé utan flóðahættu og hana megi skjótast á vélsleðum á tveimur klukkustundum úr Mývatnssveit. Eldgosið í Holuhrauni er sérstakt að því leyti að almenningi hefur allan tímann verið bannað að nálgast gosstöðvarnar, aðeins vísinda- og fjölmiðlamönnum hefur verið leyft að fara á svæðið. Eldgos er auðvitað hættulegt en um leið heillandi fyrirbæri sem marga langar að sjá og vísindamennirnir sem fóru að eldstöðinni um þarsíðustu helgi athöfnuðu sig við hraunjaðarinn án gasgríma og virtust ekki upplifa sig í bráðri hættu. Oddviti Skútustaðahrepps, Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem jafnframt er hótelhaldari í Mývatnsveit, hvetur nú til þess að skoðað verði hvort slaka megi á banninu en tekur jafnframt fram að hann vilji að öryggi verði sett umfram allt annað.Víðtækt ferðabann hefur verið í gildi á stórum hluta hálendis Íslands frá því um miðjan ágústmánuð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raunar má telja bannsvæði almannavarna eitt víðtækasta ferðabann sem sett hefur verið á hérlendis en stór hluti hálendisins hefur verið bannsvæði undanfarna fimm mánuði. Aðeins ein leið, frá Möðrudal, hefur verið opin inn á svæðið fyrir vísinda- og fjölmiðlamenn, auk lögreglu. Oddviti Mývetninga vill að skoðað verði hvort opna megi leið fyrir almenning, vestan Öskju, frá Mývatni og að útsýnisstað sunnan við svokallan Kattbeking, sem er tíu kílómetra frá gígnum. Hann fór í haust þessa leið í fylgd lögreglu og björgunarsveitar en hún liggur um Ódáðahraun og Dyngjufjalladal.Leiðin sem oddvitinn vill opna liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni.Grafík/Hjalti Þór Þórsson.Yngvi Ragnar segist finna fyrir gríðarlegum áhuga hjá fólki að komast á svæðið á vélsleðum og breyttum jeppum og í greinargerð um málið birtir hann myndir af útsýnisstöðum sem eru utan hættusvæðis vegna hugsanlegs hamfaraflóðs. Hann vill að skoðað verði hvort þessa leið megi opna, bæði sem viðbótar flóttaleið en einnig til takmarkaðra nota fyrir ferðaþjónustu fyrst um sinn, en hvetur jafnframt til að hún verði lagfærð og gerð greiðfærari vegna framtíðarumferðar inn á svæðið.Leiðin liggur vestan Sellandafjalls, um Ódáðahraun og Dyngjufjalladal. Oddvitinn hvetur til þess að hún verði lagfærð vegna framtíðarumferðar inn á svæðið. Tengdar fréttir Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12 Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. Sú leið sé utan flóðahættu og hana megi skjótast á vélsleðum á tveimur klukkustundum úr Mývatnssveit. Eldgosið í Holuhrauni er sérstakt að því leyti að almenningi hefur allan tímann verið bannað að nálgast gosstöðvarnar, aðeins vísinda- og fjölmiðlamönnum hefur verið leyft að fara á svæðið. Eldgos er auðvitað hættulegt en um leið heillandi fyrirbæri sem marga langar að sjá og vísindamennirnir sem fóru að eldstöðinni um þarsíðustu helgi athöfnuðu sig við hraunjaðarinn án gasgríma og virtust ekki upplifa sig í bráðri hættu. Oddviti Skútustaðahrepps, Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem jafnframt er hótelhaldari í Mývatnsveit, hvetur nú til þess að skoðað verði hvort slaka megi á banninu en tekur jafnframt fram að hann vilji að öryggi verði sett umfram allt annað.Víðtækt ferðabann hefur verið í gildi á stórum hluta hálendis Íslands frá því um miðjan ágústmánuð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raunar má telja bannsvæði almannavarna eitt víðtækasta ferðabann sem sett hefur verið á hérlendis en stór hluti hálendisins hefur verið bannsvæði undanfarna fimm mánuði. Aðeins ein leið, frá Möðrudal, hefur verið opin inn á svæðið fyrir vísinda- og fjölmiðlamenn, auk lögreglu. Oddviti Mývetninga vill að skoðað verði hvort opna megi leið fyrir almenning, vestan Öskju, frá Mývatni og að útsýnisstað sunnan við svokallan Kattbeking, sem er tíu kílómetra frá gígnum. Hann fór í haust þessa leið í fylgd lögreglu og björgunarsveitar en hún liggur um Ódáðahraun og Dyngjufjalladal.Leiðin sem oddvitinn vill opna liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni.Grafík/Hjalti Þór Þórsson.Yngvi Ragnar segist finna fyrir gríðarlegum áhuga hjá fólki að komast á svæðið á vélsleðum og breyttum jeppum og í greinargerð um málið birtir hann myndir af útsýnisstöðum sem eru utan hættusvæðis vegna hugsanlegs hamfaraflóðs. Hann vill að skoðað verði hvort þessa leið megi opna, bæði sem viðbótar flóttaleið en einnig til takmarkaðra nota fyrir ferðaþjónustu fyrst um sinn, en hvetur jafnframt til að hún verði lagfærð og gerð greiðfærari vegna framtíðarumferðar inn á svæðið.Leiðin liggur vestan Sellandafjalls, um Ódáðahraun og Dyngjufjalladal. Oddvitinn hvetur til þess að hún verði lagfærð vegna framtíðarumferðar inn á svæðið.
Tengdar fréttir Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12 Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12
Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41
Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45