Vill að fleiri kvenkyns skáld taki upp pennann Þórður Ingi Jónsson skrifar 4. nóvember 2014 10:00 „Skáld“ ætti að nægja - Alma telur viðhorfin til kvenkyns penna vera öðru vísi en til karla. mynd/úr einkasafni „Ég veit ekki hvernig á að hvetja stelpur til að skrifa meira, kannski vantar þær fyrirmyndir,“ segir Alma Mjöll Ólafsdóttir, skáld og eina konan sem sýnir verk á vegum sjálfstæða leikhópsins Ungleiks í Borgarleikhúsinu í nóvember. Alma segist vilja sjá fleiri ungar konur taka upp pennann en af þeim tólf einstaklingum sem sendu inn leikrit til Ungleiks í haust voru aðeins þrjár konur. „Þetta er svolítið eins og með liðin í Gettu betur og MORFÍS. Um leið og maður sér stelpur í þessum liðum þá fær maður þá flugu í höfuðið að þetta sé hægt,“ segir Alma, sem telur viðhorf til kvenkyns rithöfunda í samfélaginu vera öðruvísi en til karlkyns penna. „Mér finnst pínu merkilegt að til að byrja með fann ég fyrir ákveðinni pressu að mitt verk yrði að vera meistaraverk, svo ég myndi nú ekki klúðra þessu fyrir stelpum. Auðvitað ýtti ég þessari hugsun strax til hliðar en mér fannst samt merkilegt að taka eftir henni. Ég hef stundum hugsað þegar ég er að skrifa bækur: „Passaðu þig að skrifa ekki bara kvenlegt dót,“ því maður vill ekki að dótið sitt fái einhvern stimpil. Það er auðvitað fáránlegt því efnið sem ég skrifa er skrifað út frá sjálfri mér og auðvitað eiga raddir ungra stelpna að eiga sitt svæði í þessum bransa án þess að vera bækur um konur fyrir konur,“ segir hún. „Á meðan það eru færri konur en karlar sem skrifa þá eru þær kannski undir meiri pressu því að þeim finnst augljósara ef þær gera mistök heldur en karlar,“ bætir hún við. „Það vantar bara einhverja fylkingu af pönkurum (sem er hægt og rólega að myndast) sem segja bara „fokk jú, ég geri bara það sem ég vil,“ og þannig hvetja aðrar stelpur til að gera bara nákvæmlega það sem þeim sýnist. Ekki kalla ungar konur „skáldkonur“ því enginn maður er kallaður „skáldkall“. „Skáld“ ætti bara að nægja.“ Þess skal þó getið að helmingur leikstjóranna á Ungleik í nóvember er konur og helmingur karlar. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
„Ég veit ekki hvernig á að hvetja stelpur til að skrifa meira, kannski vantar þær fyrirmyndir,“ segir Alma Mjöll Ólafsdóttir, skáld og eina konan sem sýnir verk á vegum sjálfstæða leikhópsins Ungleiks í Borgarleikhúsinu í nóvember. Alma segist vilja sjá fleiri ungar konur taka upp pennann en af þeim tólf einstaklingum sem sendu inn leikrit til Ungleiks í haust voru aðeins þrjár konur. „Þetta er svolítið eins og með liðin í Gettu betur og MORFÍS. Um leið og maður sér stelpur í þessum liðum þá fær maður þá flugu í höfuðið að þetta sé hægt,“ segir Alma, sem telur viðhorf til kvenkyns rithöfunda í samfélaginu vera öðruvísi en til karlkyns penna. „Mér finnst pínu merkilegt að til að byrja með fann ég fyrir ákveðinni pressu að mitt verk yrði að vera meistaraverk, svo ég myndi nú ekki klúðra þessu fyrir stelpum. Auðvitað ýtti ég þessari hugsun strax til hliðar en mér fannst samt merkilegt að taka eftir henni. Ég hef stundum hugsað þegar ég er að skrifa bækur: „Passaðu þig að skrifa ekki bara kvenlegt dót,“ því maður vill ekki að dótið sitt fái einhvern stimpil. Það er auðvitað fáránlegt því efnið sem ég skrifa er skrifað út frá sjálfri mér og auðvitað eiga raddir ungra stelpna að eiga sitt svæði í þessum bransa án þess að vera bækur um konur fyrir konur,“ segir hún. „Á meðan það eru færri konur en karlar sem skrifa þá eru þær kannski undir meiri pressu því að þeim finnst augljósara ef þær gera mistök heldur en karlar,“ bætir hún við. „Það vantar bara einhverja fylkingu af pönkurum (sem er hægt og rólega að myndast) sem segja bara „fokk jú, ég geri bara það sem ég vil,“ og þannig hvetja aðrar stelpur til að gera bara nákvæmlega það sem þeim sýnist. Ekki kalla ungar konur „skáldkonur“ því enginn maður er kallaður „skáldkall“. „Skáld“ ætti bara að nægja.“ Þess skal þó getið að helmingur leikstjóranna á Ungleik í nóvember er konur og helmingur karlar.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira