Vill að fleiri kvenkyns skáld taki upp pennann Þórður Ingi Jónsson skrifar 4. nóvember 2014 10:00 „Skáld“ ætti að nægja - Alma telur viðhorfin til kvenkyns penna vera öðru vísi en til karla. mynd/úr einkasafni „Ég veit ekki hvernig á að hvetja stelpur til að skrifa meira, kannski vantar þær fyrirmyndir,“ segir Alma Mjöll Ólafsdóttir, skáld og eina konan sem sýnir verk á vegum sjálfstæða leikhópsins Ungleiks í Borgarleikhúsinu í nóvember. Alma segist vilja sjá fleiri ungar konur taka upp pennann en af þeim tólf einstaklingum sem sendu inn leikrit til Ungleiks í haust voru aðeins þrjár konur. „Þetta er svolítið eins og með liðin í Gettu betur og MORFÍS. Um leið og maður sér stelpur í þessum liðum þá fær maður þá flugu í höfuðið að þetta sé hægt,“ segir Alma, sem telur viðhorf til kvenkyns rithöfunda í samfélaginu vera öðruvísi en til karlkyns penna. „Mér finnst pínu merkilegt að til að byrja með fann ég fyrir ákveðinni pressu að mitt verk yrði að vera meistaraverk, svo ég myndi nú ekki klúðra þessu fyrir stelpum. Auðvitað ýtti ég þessari hugsun strax til hliðar en mér fannst samt merkilegt að taka eftir henni. Ég hef stundum hugsað þegar ég er að skrifa bækur: „Passaðu þig að skrifa ekki bara kvenlegt dót,“ því maður vill ekki að dótið sitt fái einhvern stimpil. Það er auðvitað fáránlegt því efnið sem ég skrifa er skrifað út frá sjálfri mér og auðvitað eiga raddir ungra stelpna að eiga sitt svæði í þessum bransa án þess að vera bækur um konur fyrir konur,“ segir hún. „Á meðan það eru færri konur en karlar sem skrifa þá eru þær kannski undir meiri pressu því að þeim finnst augljósara ef þær gera mistök heldur en karlar,“ bætir hún við. „Það vantar bara einhverja fylkingu af pönkurum (sem er hægt og rólega að myndast) sem segja bara „fokk jú, ég geri bara það sem ég vil,“ og þannig hvetja aðrar stelpur til að gera bara nákvæmlega það sem þeim sýnist. Ekki kalla ungar konur „skáldkonur“ því enginn maður er kallaður „skáldkall“. „Skáld“ ætti bara að nægja.“ Þess skal þó getið að helmingur leikstjóranna á Ungleik í nóvember er konur og helmingur karlar. Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
„Ég veit ekki hvernig á að hvetja stelpur til að skrifa meira, kannski vantar þær fyrirmyndir,“ segir Alma Mjöll Ólafsdóttir, skáld og eina konan sem sýnir verk á vegum sjálfstæða leikhópsins Ungleiks í Borgarleikhúsinu í nóvember. Alma segist vilja sjá fleiri ungar konur taka upp pennann en af þeim tólf einstaklingum sem sendu inn leikrit til Ungleiks í haust voru aðeins þrjár konur. „Þetta er svolítið eins og með liðin í Gettu betur og MORFÍS. Um leið og maður sér stelpur í þessum liðum þá fær maður þá flugu í höfuðið að þetta sé hægt,“ segir Alma, sem telur viðhorf til kvenkyns rithöfunda í samfélaginu vera öðruvísi en til karlkyns penna. „Mér finnst pínu merkilegt að til að byrja með fann ég fyrir ákveðinni pressu að mitt verk yrði að vera meistaraverk, svo ég myndi nú ekki klúðra þessu fyrir stelpum. Auðvitað ýtti ég þessari hugsun strax til hliðar en mér fannst samt merkilegt að taka eftir henni. Ég hef stundum hugsað þegar ég er að skrifa bækur: „Passaðu þig að skrifa ekki bara kvenlegt dót,“ því maður vill ekki að dótið sitt fái einhvern stimpil. Það er auðvitað fáránlegt því efnið sem ég skrifa er skrifað út frá sjálfri mér og auðvitað eiga raddir ungra stelpna að eiga sitt svæði í þessum bransa án þess að vera bækur um konur fyrir konur,“ segir hún. „Á meðan það eru færri konur en karlar sem skrifa þá eru þær kannski undir meiri pressu því að þeim finnst augljósara ef þær gera mistök heldur en karlar,“ bætir hún við. „Það vantar bara einhverja fylkingu af pönkurum (sem er hægt og rólega að myndast) sem segja bara „fokk jú, ég geri bara það sem ég vil,“ og þannig hvetja aðrar stelpur til að gera bara nákvæmlega það sem þeim sýnist. Ekki kalla ungar konur „skáldkonur“ því enginn maður er kallaður „skáldkall“. „Skáld“ ætti bara að nægja.“ Þess skal þó getið að helmingur leikstjóranna á Ungleik í nóvember er konur og helmingur karlar.
Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira