Innlent

Vill að barnafólki verði hlíft

Ingvar Haraldsson skrifar
Tekist er á um niðurskurðartillögur.
Tekist er á um niðurskurðartillögur. fréttablaðið/GVA
Sigrún H. Pálsdóttir
„Ég hefði viljað að þeir beindu sjónum að einhverju öðru en barnafólki,“ segir Sigrún H. Pálsdóttir, fulltrúi Íbúahreyfingar Mosfellsbæjar í bæjarráði Mosfellsbæjar.

Meirihluti bæjarráðs samþykkti í gær að hækka gjaldskrár leikskóla og mötuneyta grunnskóla um 5 prósent. Þá á að fresta upptöku á systkinaafslætti frístundaávísunar um ár. Einnig á að leggja óútfærða hagræðingarkröfu á öll svið bæjarins sem grunnskólar verða undanskildir. Sá niðurskurður á að skila bænum 43 milljónum króna.

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, fulltrúi sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, segir sparnaðartillögurnar tilkomnar vegna hærri launakostnaðar í kjölfar nýlegra kjarasamninga og lægri framlaga frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks.

Sigrún gagnrýnir að ekki sé tilgreint með hvaða hætti skera eigi niður. Kolbrún segir það ekki stjórnmálamanna að ákveða nákvæmlega hvað eigi að skera niður. „Við verðum að treysta forstöðumönnum stofnana til að reka sínar stofnanir,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×