Viljum enga stráka í hljómsveitina Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. nóvember 2013 09:00 Hljómsveitin The Tension frá Selfossi ætlar sér langt. Hljómsveitin The Tension frá Selfossi er töluvert frábrugðin öðrum sveitum vegna þess að hana skipa eingöngu fimm fimmtán ára stelpur. Þær eru Rannveig Óladóttir trommuleikari, Álfrún Björt Agnarsdóttir gítarleikari, Sesselja Sólveig Birgisdóttir þverflautuleikari, Þorgerður Helgadóttir píanóleikari og Inga Kristrún Hjartardóttir söngkona. „Við erum ekki með bassaleikara því við fundum ekki stelpubassaleikara og við viljum ekki fá strák í hljómsveitina,“ segir trommuleikarinn Rannveig Óladóttir og auglýsir hér með eftir stelpubassaleikara. Það má því segja að bjart sé yfir tónlistarlífi bæjarins. The Tension vann á dögunum undankeppni Samfés í félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Selfossi. „Við vorum frekar stressaðar og bjuggum okkur undir það versta,“ segir Rannveig létt í lundu. Þær sigruðu með flutning sinn á laginu Radioactive með hljómsveitinni Imagine Dragons. „Þetta er ein af uppáhaldshljómsveitunum okkar.“ Stúlkurnar hafa allar lagt stund á tónlistarnám nema Inga Kristrún. Þær spila svokallað indírokk og líta helst upp til hljómsveita á borð við Radiohead, Gorillaz og Arctic Monkeys. „Við erum eiginlega alveg andstæðan við The Charlies og Spice Girls,“ bætir Rannveig við. Eftir sigurinn í undankeppni Samfés fengu stúlkurnar boð um að spila á stórum tónleikum sem fram fóru í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þar sem ein af þeirra helstu fyrirmyndum, Eyþór Ingi, kom fram ásamt Atómskáldunum. „Við erum miklir aðdáendur Eyþórs Inga og þetta var ótrúlega gaman.“ „Við erum ekki búnar að semja mikið sjálfar en stefnum á að gera það á næstunni,“ segir Rannveig aðspurð um lögin en þær æfa einu sinni í viku í Pakkhúsinu á Selfossi, ásamt því að hertaka bílskúr Rannveigar þess á milli. Fram undan hjá þeim er söngvakeppni við aðrar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi og ef þær vinna þá keppni komast þær á lokakeppni Samfés og keppa þá við félagsmiðstöðvar hvaðanæva af landinu. „Við vonum það besta og við hlökkum mikið til,“ bætir Rannveig við.Stelpurnar komu fram á sömu tónleikum og Eyþór Ingi. Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Hljómsveitin The Tension frá Selfossi er töluvert frábrugðin öðrum sveitum vegna þess að hana skipa eingöngu fimm fimmtán ára stelpur. Þær eru Rannveig Óladóttir trommuleikari, Álfrún Björt Agnarsdóttir gítarleikari, Sesselja Sólveig Birgisdóttir þverflautuleikari, Þorgerður Helgadóttir píanóleikari og Inga Kristrún Hjartardóttir söngkona. „Við erum ekki með bassaleikara því við fundum ekki stelpubassaleikara og við viljum ekki fá strák í hljómsveitina,“ segir trommuleikarinn Rannveig Óladóttir og auglýsir hér með eftir stelpubassaleikara. Það má því segja að bjart sé yfir tónlistarlífi bæjarins. The Tension vann á dögunum undankeppni Samfés í félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Selfossi. „Við vorum frekar stressaðar og bjuggum okkur undir það versta,“ segir Rannveig létt í lundu. Þær sigruðu með flutning sinn á laginu Radioactive með hljómsveitinni Imagine Dragons. „Þetta er ein af uppáhaldshljómsveitunum okkar.“ Stúlkurnar hafa allar lagt stund á tónlistarnám nema Inga Kristrún. Þær spila svokallað indírokk og líta helst upp til hljómsveita á borð við Radiohead, Gorillaz og Arctic Monkeys. „Við erum eiginlega alveg andstæðan við The Charlies og Spice Girls,“ bætir Rannveig við. Eftir sigurinn í undankeppni Samfés fengu stúlkurnar boð um að spila á stórum tónleikum sem fram fóru í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þar sem ein af þeirra helstu fyrirmyndum, Eyþór Ingi, kom fram ásamt Atómskáldunum. „Við erum miklir aðdáendur Eyþórs Inga og þetta var ótrúlega gaman.“ „Við erum ekki búnar að semja mikið sjálfar en stefnum á að gera það á næstunni,“ segir Rannveig aðspurð um lögin en þær æfa einu sinni í viku í Pakkhúsinu á Selfossi, ásamt því að hertaka bílskúr Rannveigar þess á milli. Fram undan hjá þeim er söngvakeppni við aðrar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi og ef þær vinna þá keppni komast þær á lokakeppni Samfés og keppa þá við félagsmiðstöðvar hvaðanæva af landinu. „Við vonum það besta og við hlökkum mikið til,“ bætir Rannveig við.Stelpurnar komu fram á sömu tónleikum og Eyþór Ingi.
Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira