Vilja verja 7% matarskatt: Bryndís hefur aldrei kynnst öðru eins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2014 13:59 Bryndís Loftsdóttir segist ekki líða eins og hún sé að synda á móti straumnum í eigin þingflokki. Sama sé hvaðan gott komi. „Ég hef fengið ótal símtöl frá fólki sem ég þekki ekki neitt,“ segir Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og húsmóðir. Bryndís vakti athygli á því í viðtali í Fréttablaðinu í gær að nýtt virðisaukafrumvarp fjármálaráðuneytisins geri ráð fyrir að hver máltíð einstaklings kosti 248 krónur. Greinilegt er að málið hefur vakið athygli almennings en á þrettánda þúsund manns hafa líkað við greinina hér á Vísi. Bryndís benti á að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda eyddi 988 þúsund krónum á ári í mat og drykk. Hins vegar telur hún sig eyða tæpum tveimur milljónum í mat og drykk en Bryndís og maður hennar eiga þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Útreikningar fjármálaráðuneytisins byggðu á neyslukönnun Hagstofu Íslands. Miðað var við hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ár. Búist var við því að hækkun á matarskatti úr 7% í 12% myndi kosta heimilin 4.315 krónur á mánuði. Hins vegar var talið að ráðstöfunartekjur fjölskyldu myndu hækka við breytingarnar á virðisaukaskattinum um ríflega eitt þúsund krónur að viðbættum barnabótum. Tölur fjármálaráðuneytisins byggjast aðeins á því að allur matur og drykkur sé keyptur í matvörubúð. Það skekkir því myndina að ekki er gert ráð fyrir því að fólk kaupi mat í mötuneytum, veitingahúsum eða annars staðar. Hagstofa Íslands sendi fréttastofu uppreiknaðar neyslutölur síðdegis í gær sem tóku tillit til matarkaupa á veitingastöðum og í mötuneytum. Þá kemur í ljós að hjá fjögurra manna fjölskylda með meðaltekjur fara um 21 prósent í kaup á mat og drykka eða rétt um 135 þúsund krónur. Í frumvarpinu var miðað við 89 þúsund krónur. Um er að ræða rúmlega 50% hækkun.Bryndís hefur stofnað Facebook-hópinn „Verjum 7% matarskatt“ sem hún vonast til þess að verði til þess að setja aukinn þrýsting á stjórnvöld um breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Þremur klukkustundum eftir að til hópsins var stofnað höfðu um eitt þúsund manns gengið í hópinn. „Ég hef fengið ótrúleg viðbrögð. Ég er ekkert óvön því að koma fram í fjölmiðlum en ég hef aldrei kynnst öðru eins,“ segir Bryndís um gærdaginn. Aðrir fjölmiðlar fylgdu eftir frétt Fréttablaðsins og gera enn. Ekkert hefur heyrst frá fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni. „Bjarni Ben hefur ekkert haft samband við mig,“ segir Bryndís aðspurð hvort fjármálaráðherra og formaður flokks hennar hafi verið í sambandi. Það verður að teljast frekar sérstakt að stjórnarliði gagnrýni fjárlagafrumvarpsbreytingar jafn afdráttarlaust og Bryndís gerir. Hún segir engu skipta hvaðan got komi. „Maður hrósar því góða og gagnrýnir það vonda. Það er gott fólk í öllum flokkum og ég hef svo sannarlega fundið fyrir því. Þetta er hafið yfir alla flokkspólitík og snýst bara um að við höfum efni á að kaupa góðan mat.“ Bryndís segir ljóst að lækkun á efra þrepi vsk sé ekki tímabær. Svigrúm hjá heimilum landsins sé einfaldlega ekki fyrir hendi sem stendur. Hins vegar sé snjallræði að skera niður vörugjöldin. Aðspurð hvort hún sé að synda á móti straumnum innan eigin flokks eða finna fyrir samstöðu segir Bryndís: „Ég hef ekki fengið eina einustu mótbáru. Enginn haft samband og sagt mér að halda kjafti eða bent mér á að þetta sé ekki rétt,“ segir Bryndís. Öll skilaboðin séu á einn veg. Haltu áfram, þetta er frábært og ekki stoppa. „Það er alveg sama hvaðan það kemur. Þetta er frá öllum vinum mínum úr öllum flokkum.“ Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52 Eyða kannski helmingi meira í mat en ráðuneytið gerir ráð fyrir Gera ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum. 13. október 2014 19:38 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
„Ég hef fengið ótal símtöl frá fólki sem ég þekki ekki neitt,“ segir Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og húsmóðir. Bryndís vakti athygli á því í viðtali í Fréttablaðinu í gær að nýtt virðisaukafrumvarp fjármálaráðuneytisins geri ráð fyrir að hver máltíð einstaklings kosti 248 krónur. Greinilegt er að málið hefur vakið athygli almennings en á þrettánda þúsund manns hafa líkað við greinina hér á Vísi. Bryndís benti á að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda eyddi 988 þúsund krónum á ári í mat og drykk. Hins vegar telur hún sig eyða tæpum tveimur milljónum í mat og drykk en Bryndís og maður hennar eiga þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Útreikningar fjármálaráðuneytisins byggðu á neyslukönnun Hagstofu Íslands. Miðað var við hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ár. Búist var við því að hækkun á matarskatti úr 7% í 12% myndi kosta heimilin 4.315 krónur á mánuði. Hins vegar var talið að ráðstöfunartekjur fjölskyldu myndu hækka við breytingarnar á virðisaukaskattinum um ríflega eitt þúsund krónur að viðbættum barnabótum. Tölur fjármálaráðuneytisins byggjast aðeins á því að allur matur og drykkur sé keyptur í matvörubúð. Það skekkir því myndina að ekki er gert ráð fyrir því að fólk kaupi mat í mötuneytum, veitingahúsum eða annars staðar. Hagstofa Íslands sendi fréttastofu uppreiknaðar neyslutölur síðdegis í gær sem tóku tillit til matarkaupa á veitingastöðum og í mötuneytum. Þá kemur í ljós að hjá fjögurra manna fjölskylda með meðaltekjur fara um 21 prósent í kaup á mat og drykka eða rétt um 135 þúsund krónur. Í frumvarpinu var miðað við 89 þúsund krónur. Um er að ræða rúmlega 50% hækkun.Bryndís hefur stofnað Facebook-hópinn „Verjum 7% matarskatt“ sem hún vonast til þess að verði til þess að setja aukinn þrýsting á stjórnvöld um breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Þremur klukkustundum eftir að til hópsins var stofnað höfðu um eitt þúsund manns gengið í hópinn. „Ég hef fengið ótrúleg viðbrögð. Ég er ekkert óvön því að koma fram í fjölmiðlum en ég hef aldrei kynnst öðru eins,“ segir Bryndís um gærdaginn. Aðrir fjölmiðlar fylgdu eftir frétt Fréttablaðsins og gera enn. Ekkert hefur heyrst frá fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni. „Bjarni Ben hefur ekkert haft samband við mig,“ segir Bryndís aðspurð hvort fjármálaráðherra og formaður flokks hennar hafi verið í sambandi. Það verður að teljast frekar sérstakt að stjórnarliði gagnrýni fjárlagafrumvarpsbreytingar jafn afdráttarlaust og Bryndís gerir. Hún segir engu skipta hvaðan got komi. „Maður hrósar því góða og gagnrýnir það vonda. Það er gott fólk í öllum flokkum og ég hef svo sannarlega fundið fyrir því. Þetta er hafið yfir alla flokkspólitík og snýst bara um að við höfum efni á að kaupa góðan mat.“ Bryndís segir ljóst að lækkun á efra þrepi vsk sé ekki tímabær. Svigrúm hjá heimilum landsins sé einfaldlega ekki fyrir hendi sem stendur. Hins vegar sé snjallræði að skera niður vörugjöldin. Aðspurð hvort hún sé að synda á móti straumnum innan eigin flokks eða finna fyrir samstöðu segir Bryndís: „Ég hef ekki fengið eina einustu mótbáru. Enginn haft samband og sagt mér að halda kjafti eða bent mér á að þetta sé ekki rétt,“ segir Bryndís. Öll skilaboðin séu á einn veg. Haltu áfram, þetta er frábært og ekki stoppa. „Það er alveg sama hvaðan það kemur. Þetta er frá öllum vinum mínum úr öllum flokkum.“
Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52 Eyða kannski helmingi meira í mat en ráðuneytið gerir ráð fyrir Gera ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum. 13. október 2014 19:38 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00
Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52
Eyða kannski helmingi meira í mat en ráðuneytið gerir ráð fyrir Gera ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum. 13. október 2014 19:38