Vilja selja þriðjung í HS Veitum sem fyrst 5. janúar 2012 04:00 Árni Sigfússon útilokar ekki að aðrir áhugasamir fjárfestar en sveitarfélög og lífeyrissjóðir kaupi sig inn í HS Veitur. Reykjanesbær er að skoða að selja 15% hlut í HS Veitum til að greiða niður skuldir sínar. Sveitarfélagið á í dag 66,7% hlut í fyrirtækinu. Áætlað er að sala hlutarins fari fram á fyrstu mánuðum ársins. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar sem var samþykkt í bæjarstjórn 3. janúar síðastliðinn. Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur (OR) hug á því að selja 16,6% eignarhlut sinn í HS Veitum í samstarfi við Reykjanesbæ. Íslandsbanki vinnur nú að verkefninu fyrir hönd sveitarfélagsins og OR. Því er samtals tæplega þriðjungshlutur í fyrirtækinu til sölu. HS Veitur reka og eiga dreifiveitur fyrir raforku, kalt og heitt vatn. Veitusvæði fyrirtækisins nær til Suðurnesja, Hafnarfjarðar, Álftaness, hluta Garðarbæjar, Vestmannaeyja og Árborgar. Samkvæmt lögum verða HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja sem eru alfarið í eigu þessara aðila. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, staðfestir að stefnt sé að sölu á 15% hlut í HS Veitum á fyrstu mánuðum ársins 2012. Hann telur fyrirtækið vera ákjósanlega fjárfestingu fyrir áhugasama fjárfesta vegna sterkrar eiginfjárstöðu þess og stöðugs reksturs. „Við höfum það markmið að eiga áfram meirihluta í HS Veitum en teljum okkur geta selt út 15%. Við höfum verið í samstarfi við Orkuveituna sem er að gera ráð fyrir að skoða sölu á sínum hlut. Það yrði því rúmlega 30% hlutur sem yrði seldur út. Íslandsbanki hefur tekið að sér að skoða þetta verkefni og undirbúa það. Það er verið að horfa til þess að gefa öðrum sveitarfélögum eða lífeyrissjóðum tækifæri til að kaupa hlutinn.“ Hann útilokar þó ekki að aðrir áhugasamir einkafjárfestar getið keypt sig inn í veitufyrirtækið. „Svo lengi sem við uppfyllum lagaákvæðið um að meirihluti sé í eigu opinberra aðila þá kemur vel til greina að aðrir fjárfestar sem vilja eignast þennan hlut gætu gert það.“ Reykjanesbær birti lista yfir helstu seljanlegu eignir sínar í fyrravor. Þar kom fram að bókfært virði 66,7% hlutar sveitarfélagsins í HS Veitum væri 6,5 milljarðar króna. Samkvæmt því ætti 15% hlutur í HS Veitum að vera um 1,5 milljarða króna virði. HS Veitur högnuðust um 124 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2011. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins um mitt síðasta ár var 51,4%. HS Veitur högnuðust um 321 milljón króna á árinu 2010. Fyrirtækið greiddi út 250 milljónir króna í arð til hluthafa á árinu 2011 vegna þeirrar frammistöðu. thordur@frettabladid.is Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Reykjanesbær er að skoða að selja 15% hlut í HS Veitum til að greiða niður skuldir sínar. Sveitarfélagið á í dag 66,7% hlut í fyrirtækinu. Áætlað er að sala hlutarins fari fram á fyrstu mánuðum ársins. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar sem var samþykkt í bæjarstjórn 3. janúar síðastliðinn. Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur (OR) hug á því að selja 16,6% eignarhlut sinn í HS Veitum í samstarfi við Reykjanesbæ. Íslandsbanki vinnur nú að verkefninu fyrir hönd sveitarfélagsins og OR. Því er samtals tæplega þriðjungshlutur í fyrirtækinu til sölu. HS Veitur reka og eiga dreifiveitur fyrir raforku, kalt og heitt vatn. Veitusvæði fyrirtækisins nær til Suðurnesja, Hafnarfjarðar, Álftaness, hluta Garðarbæjar, Vestmannaeyja og Árborgar. Samkvæmt lögum verða HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja sem eru alfarið í eigu þessara aðila. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, staðfestir að stefnt sé að sölu á 15% hlut í HS Veitum á fyrstu mánuðum ársins 2012. Hann telur fyrirtækið vera ákjósanlega fjárfestingu fyrir áhugasama fjárfesta vegna sterkrar eiginfjárstöðu þess og stöðugs reksturs. „Við höfum það markmið að eiga áfram meirihluta í HS Veitum en teljum okkur geta selt út 15%. Við höfum verið í samstarfi við Orkuveituna sem er að gera ráð fyrir að skoða sölu á sínum hlut. Það yrði því rúmlega 30% hlutur sem yrði seldur út. Íslandsbanki hefur tekið að sér að skoða þetta verkefni og undirbúa það. Það er verið að horfa til þess að gefa öðrum sveitarfélögum eða lífeyrissjóðum tækifæri til að kaupa hlutinn.“ Hann útilokar þó ekki að aðrir áhugasamir einkafjárfestar getið keypt sig inn í veitufyrirtækið. „Svo lengi sem við uppfyllum lagaákvæðið um að meirihluti sé í eigu opinberra aðila þá kemur vel til greina að aðrir fjárfestar sem vilja eignast þennan hlut gætu gert það.“ Reykjanesbær birti lista yfir helstu seljanlegu eignir sínar í fyrravor. Þar kom fram að bókfært virði 66,7% hlutar sveitarfélagsins í HS Veitum væri 6,5 milljarðar króna. Samkvæmt því ætti 15% hlutur í HS Veitum að vera um 1,5 milljarða króna virði. HS Veitur högnuðust um 124 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2011. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins um mitt síðasta ár var 51,4%. HS Veitur högnuðust um 321 milljón króna á árinu 2010. Fyrirtækið greiddi út 250 milljónir króna í arð til hluthafa á árinu 2011 vegna þeirrar frammistöðu. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent