Vilja rigningu til að skola Grímsvatnaöskunni burt Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2012 19:11 Úrhellsrigningar er það sem bændur í Skaftárhreppi óska sér nú heitast til að losna við öskuna úr Grímsvötnum. Undir Eyjafjöllum er verið að setja Svaðbælisá í nýjan farveg og með því vonast menn til að vandræðin sem hlutust af eldgosinu úr Eyjafjallajökli verði að mestu úr sögunni. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig himininn yfir Kirkjubæjarklaustri breyttist á skammri stundu í gærmorgun. Um níuleytið var þar stillt veður, heiður himin og engin aska. Tveimur tímum síðar, þegar vind hreyfði, þá lagðist öskumistrið yfir allt. Á svona dögum eiga bændur sér bara eina ósk, að fá rigningu, og það mikla. "Nú á að fara að rigna og þá kemur blóm í haga," sagði ráðherrann fyrrverandi á Seglbúðum, Jón Helgason. Og sú var líka reynslan frá gosinu úr Eyjafjallajökli fyrir tveimur árum en þar hefur dregið verulega úr öskufoki og úrkoman skolað öskunni burt. Í viðtali við bóndann á Þorvaldseyri, Ólaf Eggertsson, kemur fram að askan virðist ekki hafa spillt gróðri þar til langframa. Það er helst að Svaðbælisá hafi verið til vandræða vegna mikilar ösku sem berst í hana af Eyjafjallajökli en það horfir nú til bóta því Suðurverk er að grafa nýjan farveg á 700 metra kafla. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Úrhellsrigningar er það sem bændur í Skaftárhreppi óska sér nú heitast til að losna við öskuna úr Grímsvötnum. Undir Eyjafjöllum er verið að setja Svaðbælisá í nýjan farveg og með því vonast menn til að vandræðin sem hlutust af eldgosinu úr Eyjafjallajökli verði að mestu úr sögunni. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig himininn yfir Kirkjubæjarklaustri breyttist á skammri stundu í gærmorgun. Um níuleytið var þar stillt veður, heiður himin og engin aska. Tveimur tímum síðar, þegar vind hreyfði, þá lagðist öskumistrið yfir allt. Á svona dögum eiga bændur sér bara eina ósk, að fá rigningu, og það mikla. "Nú á að fara að rigna og þá kemur blóm í haga," sagði ráðherrann fyrrverandi á Seglbúðum, Jón Helgason. Og sú var líka reynslan frá gosinu úr Eyjafjallajökli fyrir tveimur árum en þar hefur dregið verulega úr öskufoki og úrkoman skolað öskunni burt. Í viðtali við bóndann á Þorvaldseyri, Ólaf Eggertsson, kemur fram að askan virðist ekki hafa spillt gróðri þar til langframa. Það er helst að Svaðbælisá hafi verið til vandræða vegna mikilar ösku sem berst í hana af Eyjafjallajökli en það horfir nú til bóta því Suðurverk er að grafa nýjan farveg á 700 metra kafla.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira