Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Andri Ólafsson skrifar 24. mars 2017 07:00 Karen E. Halldórsdóttir. vísir/anton brink „Ég er bara komin á þá skoðun í mörgum málum að friðhelgi og persónuhelgi verði bara stundum að víkja fyrir almannaheill, til að vernda þá sem minna mega sín. Við verðum bara að láta okkur hafa það,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, varaformaður bæjarráðs Kópavogs. Karen fékk lögmenn bæjarins til að kanna möguleika á því að hugmyndir hennar geti orðið að veruleika. Til dæmis hvort bærinn geti safnað upplýsingum um bólusetningar barna í bænum, hvort heimilt sé að deila upplýsingum um óbólusett börn og hvort bærinn geti hreinlega gert þá kröfu að leikskólabörn framvísi bólusetningarvottorði. Lögfræðingarnir segja að ekkert af þessu sé heimilt. Karen vill hins vegar að lögum verði breytt til þess að skólayfirvöld geti með einhverjum hætti brugðist við óbólusettum börnum. Og hún skorar á Alþingi að gera það. „Það er auðvitað bara alþjóðavæðing, fólksflutningar eru mjög algengir, hér er fólk að setjast að frá öllum heimshornum sem er ekkert endilega vel bólusett eins og við erum hér. Við erum bara óvarin og eigum að leyfa börnunum að njóta vafans finnst mér,“ segir Karen. Karen segir að þótt bólusettum börnum á leikskóla stafi ekki hætta af óbólusettum börnum, þá geti bólusett barn til dæmis borið með sér sjúkdóm heim til lítilla óbólusettra systkina og sett þau í smithættu. Upphafið að áhyggjum Karenar má rekja til veikinda dóttur Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur iðnaðarráðherra sem smitaðist sex vikna gömul af kíghósta. „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ sagði Þórdís á Facebook af því tilefni í desember. Aðspurð hvort Karen sé tilbúin að ganga enn lengra og gera hreinlega að skilyrði fyrir leikskólaplássi að börn hafi verið bólusett svarar hún: „Ég er tilbúin að skoða það.“ Þrír aðrir af sex fulltrúum sem sátu bæjarráðsfund í gær tóku undir bókun Karenar um að „hvetja Alþingi til að íhuga heimildir sveitarfélaga um upplýsingagjöf, á leikskólum og í skólum, vegna bólusetninga til þess að vernda hagsmuni heildarinnar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
„Ég er bara komin á þá skoðun í mörgum málum að friðhelgi og persónuhelgi verði bara stundum að víkja fyrir almannaheill, til að vernda þá sem minna mega sín. Við verðum bara að láta okkur hafa það,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, varaformaður bæjarráðs Kópavogs. Karen fékk lögmenn bæjarins til að kanna möguleika á því að hugmyndir hennar geti orðið að veruleika. Til dæmis hvort bærinn geti safnað upplýsingum um bólusetningar barna í bænum, hvort heimilt sé að deila upplýsingum um óbólusett börn og hvort bærinn geti hreinlega gert þá kröfu að leikskólabörn framvísi bólusetningarvottorði. Lögfræðingarnir segja að ekkert af þessu sé heimilt. Karen vill hins vegar að lögum verði breytt til þess að skólayfirvöld geti með einhverjum hætti brugðist við óbólusettum börnum. Og hún skorar á Alþingi að gera það. „Það er auðvitað bara alþjóðavæðing, fólksflutningar eru mjög algengir, hér er fólk að setjast að frá öllum heimshornum sem er ekkert endilega vel bólusett eins og við erum hér. Við erum bara óvarin og eigum að leyfa börnunum að njóta vafans finnst mér,“ segir Karen. Karen segir að þótt bólusettum börnum á leikskóla stafi ekki hætta af óbólusettum börnum, þá geti bólusett barn til dæmis borið með sér sjúkdóm heim til lítilla óbólusettra systkina og sett þau í smithættu. Upphafið að áhyggjum Karenar má rekja til veikinda dóttur Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur iðnaðarráðherra sem smitaðist sex vikna gömul af kíghósta. „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ sagði Þórdís á Facebook af því tilefni í desember. Aðspurð hvort Karen sé tilbúin að ganga enn lengra og gera hreinlega að skilyrði fyrir leikskólaplássi að börn hafi verið bólusett svarar hún: „Ég er tilbúin að skoða það.“ Þrír aðrir af sex fulltrúum sem sátu bæjarráðsfund í gær tóku undir bókun Karenar um að „hvetja Alþingi til að íhuga heimildir sveitarfélaga um upplýsingagjöf, á leikskólum og í skólum, vegna bólusetninga til þess að vernda hagsmuni heildarinnar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira