Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Andri Ólafsson skrifar 24. mars 2017 07:00 Karen E. Halldórsdóttir. vísir/anton brink „Ég er bara komin á þá skoðun í mörgum málum að friðhelgi og persónuhelgi verði bara stundum að víkja fyrir almannaheill, til að vernda þá sem minna mega sín. Við verðum bara að láta okkur hafa það,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, varaformaður bæjarráðs Kópavogs. Karen fékk lögmenn bæjarins til að kanna möguleika á því að hugmyndir hennar geti orðið að veruleika. Til dæmis hvort bærinn geti safnað upplýsingum um bólusetningar barna í bænum, hvort heimilt sé að deila upplýsingum um óbólusett börn og hvort bærinn geti hreinlega gert þá kröfu að leikskólabörn framvísi bólusetningarvottorði. Lögfræðingarnir segja að ekkert af þessu sé heimilt. Karen vill hins vegar að lögum verði breytt til þess að skólayfirvöld geti með einhverjum hætti brugðist við óbólusettum börnum. Og hún skorar á Alþingi að gera það. „Það er auðvitað bara alþjóðavæðing, fólksflutningar eru mjög algengir, hér er fólk að setjast að frá öllum heimshornum sem er ekkert endilega vel bólusett eins og við erum hér. Við erum bara óvarin og eigum að leyfa börnunum að njóta vafans finnst mér,“ segir Karen. Karen segir að þótt bólusettum börnum á leikskóla stafi ekki hætta af óbólusettum börnum, þá geti bólusett barn til dæmis borið með sér sjúkdóm heim til lítilla óbólusettra systkina og sett þau í smithættu. Upphafið að áhyggjum Karenar má rekja til veikinda dóttur Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur iðnaðarráðherra sem smitaðist sex vikna gömul af kíghósta. „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ sagði Þórdís á Facebook af því tilefni í desember. Aðspurð hvort Karen sé tilbúin að ganga enn lengra og gera hreinlega að skilyrði fyrir leikskólaplássi að börn hafi verið bólusett svarar hún: „Ég er tilbúin að skoða það.“ Þrír aðrir af sex fulltrúum sem sátu bæjarráðsfund í gær tóku undir bókun Karenar um að „hvetja Alþingi til að íhuga heimildir sveitarfélaga um upplýsingagjöf, á leikskólum og í skólum, vegna bólusetninga til þess að vernda hagsmuni heildarinnar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Sjá meira
„Ég er bara komin á þá skoðun í mörgum málum að friðhelgi og persónuhelgi verði bara stundum að víkja fyrir almannaheill, til að vernda þá sem minna mega sín. Við verðum bara að láta okkur hafa það,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, varaformaður bæjarráðs Kópavogs. Karen fékk lögmenn bæjarins til að kanna möguleika á því að hugmyndir hennar geti orðið að veruleika. Til dæmis hvort bærinn geti safnað upplýsingum um bólusetningar barna í bænum, hvort heimilt sé að deila upplýsingum um óbólusett börn og hvort bærinn geti hreinlega gert þá kröfu að leikskólabörn framvísi bólusetningarvottorði. Lögfræðingarnir segja að ekkert af þessu sé heimilt. Karen vill hins vegar að lögum verði breytt til þess að skólayfirvöld geti með einhverjum hætti brugðist við óbólusettum börnum. Og hún skorar á Alþingi að gera það. „Það er auðvitað bara alþjóðavæðing, fólksflutningar eru mjög algengir, hér er fólk að setjast að frá öllum heimshornum sem er ekkert endilega vel bólusett eins og við erum hér. Við erum bara óvarin og eigum að leyfa börnunum að njóta vafans finnst mér,“ segir Karen. Karen segir að þótt bólusettum börnum á leikskóla stafi ekki hætta af óbólusettum börnum, þá geti bólusett barn til dæmis borið með sér sjúkdóm heim til lítilla óbólusettra systkina og sett þau í smithættu. Upphafið að áhyggjum Karenar má rekja til veikinda dóttur Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur iðnaðarráðherra sem smitaðist sex vikna gömul af kíghósta. „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ sagði Þórdís á Facebook af því tilefni í desember. Aðspurð hvort Karen sé tilbúin að ganga enn lengra og gera hreinlega að skilyrði fyrir leikskólaplássi að börn hafi verið bólusett svarar hún: „Ég er tilbúin að skoða það.“ Þrír aðrir af sex fulltrúum sem sátu bæjarráðsfund í gær tóku undir bókun Karenar um að „hvetja Alþingi til að íhuga heimildir sveitarfélaga um upplýsingagjöf, á leikskólum og í skólum, vegna bólusetninga til þess að vernda hagsmuni heildarinnar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Sjá meira