Vilja íbúakosningar vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga í Snælandshverfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2015 21:15 Húsnæðið að Furugrund 3 sem verktakinn Magni ehf. keypti síðastliðið sumar og vill breyta í íbúðarhúsnæði. Vísir/Vilhelm „Það má eiginlega segja að það að íbúarnir hafa upplifað það að sjónarmið þeirra hafi ekki verið tekin alvarlega og ekki hlustað á þau í þessu ferli,“ segir Hulda Herjolfsdóttir Skogland, íbúi í Snælandshverfi í Kópavogi og einn af forsvarsmönnum hóps sem fundað hefur vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi bæjarins vegna Furugrundar 3. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi á verslun og þjónusta að vera í húsnæði við Furugrund 3. Söluturninn Snæland Video var áður í húsinu en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Verktakinn Magni ehf. keypti húsið seinasta sumar og hyggst breyta því þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Til þess að svo verði þarf þó að breyta aðalskipulagi bæjarins en íbúar í Snælandshverfi eru vægast sagt ósáttir við þessi áform.Gjá myndast á milli íbúa og kjörinna fulltrúa Haldinn var fjölmennur íbúafundur vegna málsins í nóvember í fyrra og undirskriftasöfnun sett af til að mótmæla breytingunum. Í kjölfarið var svo samráðshópur settur á laggirnar en Hulda segir að íbúarnir upplifi einfaldlega að um sýndarsamráð sé að ræða. „Það voru 500 manns sem skrifuðu undir undirskriftalistann og fjölmargir sem sendu inn athugasemdir. Þeim athugasemdum hefur hins vegar ekki verið svarað né heldur áhyggjum eða ábendingum íbúa varðandi áhrif þessara breytinga á hverfið. Við upplifum það einfaldlega sem svo að það hafi myndast gjá á milli íbúanna og fulltrúa í skipulagsnefnd og bæjarstjórn Kópavogs,“ segir Hulda. Íbúarnir hafa í ferlinu meðal annars bent á þröngan húsakost leikskólans Furugrundar og enga eldunaraðstöðu í Snælandsskóla. Þeir vilja að bærinn athugi hvort ekki megi nýta húsnæðið í þágu skólanna, frístundaheimilis og/eða félagsmiðstöðvar sem allt er steinsnar frá Furugrund 3. „Getum ekki séð að samtalið sé á báða vegu“ „Það er talað um samráð og samtal og farið fögrum orðum um það en við getum ekki séð að samtalið sé á báða vegu eða að það sé hlustað á okkar sjónarmið og hugmyndir og ábendingar kannaðar til hlítar. Þegar við bendum á þröngan húsakost leikskólans eða mikinn bílastæðaskort er okkur bara svarað með orðunum „Nei, þetta er ekki rétt.“ Þetta er sagt við okkur sem búum hérna og upplifum til dæmis reglulega hversu erfitt er að fá bílastæði inni í hverfinu.“ Hulda segir íbúana nú komna á það að það eigi einfaldlega að halda íbúakosningar um málið. „Við viljum að Kópavogsbær taki sér aðra til fyrirmyndar og hafi alvöru samráð en ekki sýndarsamráð við okkur íbúana. Ef að sannur vilji er til að kanna hvað íbúarnir vilja þá á bara að efna til kosninga eða allavega fá einhvern óháðan aðila til að gera skoðanakönnun á meðal íbúanna. Við munum að minnsta kosti halda undirskriftasöfnuninni áfram og jafnvel blása til mótmæla,“ segir Hulda að lokum. Tengdar fréttir Mótmæla fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Snælandshverfi Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gær af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. 25. nóvember 2014 17:22 Íbúar vilja verslun í Snælandshverfi Íbúar í grennd við Snælandsskóla afhentu bæjaryfirvöldum undirskriftalista þar sem áformum um byggingu íbúða í þjónustu- og verslunarhúsnæði er mótmælt. Íbúarnir vilja að verslun verði áfram í húsnæðinu og aðstaða fyrir skóla. 19. desember 2014 12:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Það má eiginlega segja að það að íbúarnir hafa upplifað það að sjónarmið þeirra hafi ekki verið tekin alvarlega og ekki hlustað á þau í þessu ferli,“ segir Hulda Herjolfsdóttir Skogland, íbúi í Snælandshverfi í Kópavogi og einn af forsvarsmönnum hóps sem fundað hefur vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi bæjarins vegna Furugrundar 3. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi á verslun og þjónusta að vera í húsnæði við Furugrund 3. Söluturninn Snæland Video var áður í húsinu en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Verktakinn Magni ehf. keypti húsið seinasta sumar og hyggst breyta því þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Til þess að svo verði þarf þó að breyta aðalskipulagi bæjarins en íbúar í Snælandshverfi eru vægast sagt ósáttir við þessi áform.Gjá myndast á milli íbúa og kjörinna fulltrúa Haldinn var fjölmennur íbúafundur vegna málsins í nóvember í fyrra og undirskriftasöfnun sett af til að mótmæla breytingunum. Í kjölfarið var svo samráðshópur settur á laggirnar en Hulda segir að íbúarnir upplifi einfaldlega að um sýndarsamráð sé að ræða. „Það voru 500 manns sem skrifuðu undir undirskriftalistann og fjölmargir sem sendu inn athugasemdir. Þeim athugasemdum hefur hins vegar ekki verið svarað né heldur áhyggjum eða ábendingum íbúa varðandi áhrif þessara breytinga á hverfið. Við upplifum það einfaldlega sem svo að það hafi myndast gjá á milli íbúanna og fulltrúa í skipulagsnefnd og bæjarstjórn Kópavogs,“ segir Hulda. Íbúarnir hafa í ferlinu meðal annars bent á þröngan húsakost leikskólans Furugrundar og enga eldunaraðstöðu í Snælandsskóla. Þeir vilja að bærinn athugi hvort ekki megi nýta húsnæðið í þágu skólanna, frístundaheimilis og/eða félagsmiðstöðvar sem allt er steinsnar frá Furugrund 3. „Getum ekki séð að samtalið sé á báða vegu“ „Það er talað um samráð og samtal og farið fögrum orðum um það en við getum ekki séð að samtalið sé á báða vegu eða að það sé hlustað á okkar sjónarmið og hugmyndir og ábendingar kannaðar til hlítar. Þegar við bendum á þröngan húsakost leikskólans eða mikinn bílastæðaskort er okkur bara svarað með orðunum „Nei, þetta er ekki rétt.“ Þetta er sagt við okkur sem búum hérna og upplifum til dæmis reglulega hversu erfitt er að fá bílastæði inni í hverfinu.“ Hulda segir íbúana nú komna á það að það eigi einfaldlega að halda íbúakosningar um málið. „Við viljum að Kópavogsbær taki sér aðra til fyrirmyndar og hafi alvöru samráð en ekki sýndarsamráð við okkur íbúana. Ef að sannur vilji er til að kanna hvað íbúarnir vilja þá á bara að efna til kosninga eða allavega fá einhvern óháðan aðila til að gera skoðanakönnun á meðal íbúanna. Við munum að minnsta kosti halda undirskriftasöfnuninni áfram og jafnvel blása til mótmæla,“ segir Hulda að lokum.
Tengdar fréttir Mótmæla fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Snælandshverfi Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gær af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. 25. nóvember 2014 17:22 Íbúar vilja verslun í Snælandshverfi Íbúar í grennd við Snælandsskóla afhentu bæjaryfirvöldum undirskriftalista þar sem áformum um byggingu íbúða í þjónustu- og verslunarhúsnæði er mótmælt. Íbúarnir vilja að verslun verði áfram í húsnæðinu og aðstaða fyrir skóla. 19. desember 2014 12:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Mótmæla fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Snælandshverfi Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gær af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. 25. nóvember 2014 17:22
Íbúar vilja verslun í Snælandshverfi Íbúar í grennd við Snælandsskóla afhentu bæjaryfirvöldum undirskriftalista þar sem áformum um byggingu íbúða í þjónustu- og verslunarhúsnæði er mótmælt. Íbúarnir vilja að verslun verði áfram í húsnæðinu og aðstaða fyrir skóla. 19. desember 2014 12:00