Vilja íbúakosningar vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga í Snælandshverfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2015 21:15 Húsnæðið að Furugrund 3 sem verktakinn Magni ehf. keypti síðastliðið sumar og vill breyta í íbúðarhúsnæði. Vísir/Vilhelm „Það má eiginlega segja að það að íbúarnir hafa upplifað það að sjónarmið þeirra hafi ekki verið tekin alvarlega og ekki hlustað á þau í þessu ferli,“ segir Hulda Herjolfsdóttir Skogland, íbúi í Snælandshverfi í Kópavogi og einn af forsvarsmönnum hóps sem fundað hefur vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi bæjarins vegna Furugrundar 3. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi á verslun og þjónusta að vera í húsnæði við Furugrund 3. Söluturninn Snæland Video var áður í húsinu en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Verktakinn Magni ehf. keypti húsið seinasta sumar og hyggst breyta því þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Til þess að svo verði þarf þó að breyta aðalskipulagi bæjarins en íbúar í Snælandshverfi eru vægast sagt ósáttir við þessi áform.Gjá myndast á milli íbúa og kjörinna fulltrúa Haldinn var fjölmennur íbúafundur vegna málsins í nóvember í fyrra og undirskriftasöfnun sett af til að mótmæla breytingunum. Í kjölfarið var svo samráðshópur settur á laggirnar en Hulda segir að íbúarnir upplifi einfaldlega að um sýndarsamráð sé að ræða. „Það voru 500 manns sem skrifuðu undir undirskriftalistann og fjölmargir sem sendu inn athugasemdir. Þeim athugasemdum hefur hins vegar ekki verið svarað né heldur áhyggjum eða ábendingum íbúa varðandi áhrif þessara breytinga á hverfið. Við upplifum það einfaldlega sem svo að það hafi myndast gjá á milli íbúanna og fulltrúa í skipulagsnefnd og bæjarstjórn Kópavogs,“ segir Hulda. Íbúarnir hafa í ferlinu meðal annars bent á þröngan húsakost leikskólans Furugrundar og enga eldunaraðstöðu í Snælandsskóla. Þeir vilja að bærinn athugi hvort ekki megi nýta húsnæðið í þágu skólanna, frístundaheimilis og/eða félagsmiðstöðvar sem allt er steinsnar frá Furugrund 3. „Getum ekki séð að samtalið sé á báða vegu“ „Það er talað um samráð og samtal og farið fögrum orðum um það en við getum ekki séð að samtalið sé á báða vegu eða að það sé hlustað á okkar sjónarmið og hugmyndir og ábendingar kannaðar til hlítar. Þegar við bendum á þröngan húsakost leikskólans eða mikinn bílastæðaskort er okkur bara svarað með orðunum „Nei, þetta er ekki rétt.“ Þetta er sagt við okkur sem búum hérna og upplifum til dæmis reglulega hversu erfitt er að fá bílastæði inni í hverfinu.“ Hulda segir íbúana nú komna á það að það eigi einfaldlega að halda íbúakosningar um málið. „Við viljum að Kópavogsbær taki sér aðra til fyrirmyndar og hafi alvöru samráð en ekki sýndarsamráð við okkur íbúana. Ef að sannur vilji er til að kanna hvað íbúarnir vilja þá á bara að efna til kosninga eða allavega fá einhvern óháðan aðila til að gera skoðanakönnun á meðal íbúanna. Við munum að minnsta kosti halda undirskriftasöfnuninni áfram og jafnvel blása til mótmæla,“ segir Hulda að lokum. Tengdar fréttir Mótmæla fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Snælandshverfi Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gær af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. 25. nóvember 2014 17:22 Íbúar vilja verslun í Snælandshverfi Íbúar í grennd við Snælandsskóla afhentu bæjaryfirvöldum undirskriftalista þar sem áformum um byggingu íbúða í þjónustu- og verslunarhúsnæði er mótmælt. Íbúarnir vilja að verslun verði áfram í húsnæðinu og aðstaða fyrir skóla. 19. desember 2014 12:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira
„Það má eiginlega segja að það að íbúarnir hafa upplifað það að sjónarmið þeirra hafi ekki verið tekin alvarlega og ekki hlustað á þau í þessu ferli,“ segir Hulda Herjolfsdóttir Skogland, íbúi í Snælandshverfi í Kópavogi og einn af forsvarsmönnum hóps sem fundað hefur vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi bæjarins vegna Furugrundar 3. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi á verslun og þjónusta að vera í húsnæði við Furugrund 3. Söluturninn Snæland Video var áður í húsinu en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Verktakinn Magni ehf. keypti húsið seinasta sumar og hyggst breyta því þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Til þess að svo verði þarf þó að breyta aðalskipulagi bæjarins en íbúar í Snælandshverfi eru vægast sagt ósáttir við þessi áform.Gjá myndast á milli íbúa og kjörinna fulltrúa Haldinn var fjölmennur íbúafundur vegna málsins í nóvember í fyrra og undirskriftasöfnun sett af til að mótmæla breytingunum. Í kjölfarið var svo samráðshópur settur á laggirnar en Hulda segir að íbúarnir upplifi einfaldlega að um sýndarsamráð sé að ræða. „Það voru 500 manns sem skrifuðu undir undirskriftalistann og fjölmargir sem sendu inn athugasemdir. Þeim athugasemdum hefur hins vegar ekki verið svarað né heldur áhyggjum eða ábendingum íbúa varðandi áhrif þessara breytinga á hverfið. Við upplifum það einfaldlega sem svo að það hafi myndast gjá á milli íbúanna og fulltrúa í skipulagsnefnd og bæjarstjórn Kópavogs,“ segir Hulda. Íbúarnir hafa í ferlinu meðal annars bent á þröngan húsakost leikskólans Furugrundar og enga eldunaraðstöðu í Snælandsskóla. Þeir vilja að bærinn athugi hvort ekki megi nýta húsnæðið í þágu skólanna, frístundaheimilis og/eða félagsmiðstöðvar sem allt er steinsnar frá Furugrund 3. „Getum ekki séð að samtalið sé á báða vegu“ „Það er talað um samráð og samtal og farið fögrum orðum um það en við getum ekki séð að samtalið sé á báða vegu eða að það sé hlustað á okkar sjónarmið og hugmyndir og ábendingar kannaðar til hlítar. Þegar við bendum á þröngan húsakost leikskólans eða mikinn bílastæðaskort er okkur bara svarað með orðunum „Nei, þetta er ekki rétt.“ Þetta er sagt við okkur sem búum hérna og upplifum til dæmis reglulega hversu erfitt er að fá bílastæði inni í hverfinu.“ Hulda segir íbúana nú komna á það að það eigi einfaldlega að halda íbúakosningar um málið. „Við viljum að Kópavogsbær taki sér aðra til fyrirmyndar og hafi alvöru samráð en ekki sýndarsamráð við okkur íbúana. Ef að sannur vilji er til að kanna hvað íbúarnir vilja þá á bara að efna til kosninga eða allavega fá einhvern óháðan aðila til að gera skoðanakönnun á meðal íbúanna. Við munum að minnsta kosti halda undirskriftasöfnuninni áfram og jafnvel blása til mótmæla,“ segir Hulda að lokum.
Tengdar fréttir Mótmæla fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Snælandshverfi Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gær af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. 25. nóvember 2014 17:22 Íbúar vilja verslun í Snælandshverfi Íbúar í grennd við Snælandsskóla afhentu bæjaryfirvöldum undirskriftalista þar sem áformum um byggingu íbúða í þjónustu- og verslunarhúsnæði er mótmælt. Íbúarnir vilja að verslun verði áfram í húsnæðinu og aðstaða fyrir skóla. 19. desember 2014 12:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira
Mótmæla fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Snælandshverfi Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gær af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. 25. nóvember 2014 17:22
Íbúar vilja verslun í Snælandshverfi Íbúar í grennd við Snælandsskóla afhentu bæjaryfirvöldum undirskriftalista þar sem áformum um byggingu íbúða í þjónustu- og verslunarhúsnæði er mótmælt. Íbúarnir vilja að verslun verði áfram í húsnæðinu og aðstaða fyrir skóla. 19. desember 2014 12:00