Vilja hærri bónusa en þingmaður segir það galið Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. apríl 2015 07:45 Fjármálafyrirtæki vilja geta greitt fjórfalt hærri bónusa en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra gerir ráð fyrir. Stjórnarþingmaður segir þetta fullkomlega galið, bankamenn hafi engan lærdóm dregið af hruninu. Í nýju frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna. Bankamenn virðast illa sætta sig við að bónusgreiðslur til þeirra geti ekki farið yfir 25 prósent af heildarlaunum ef marka má umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um frumvarpið en samtökin eru þrýstihópur bankamanna hér á landi. Í umsögninni fara fjármálafyrirtækin fram á að kaupaukar geti verið allt að 100% af föstum árslaunum. Þá eigi jafnframt að vera til staðar heimild fyrir hluthafafund að hækka hlutfallið í 200% af árslaunum.„Lærðum við ekkert af hruninu?“ „Mér finnst þetta gjörsamlega galið hjá þeim að leggja þetta til. Lærðum við ekkert af hruninu haustið 2008? Hvað sagði þetta hrun okkur? Þetta sagði okkur það að hér voru menn að taka bónusa upp á tugi milljóna, jafnvel á mánuði einstakir aðilar í bankakerfinu, og þetta var eitt af því sem leiddi til þess að bankakerfið hrundi. Ekki eitt og sér en þetta var áhrifavaldur,“ segir Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins um umsögn SFF. Þá segir í umsögn SFF: „Þá vilja SFF einnig benda á að íslensk fjármálafyrirtæki eru í mikilli og vaxandi samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki þar sem heimildir til breytilegra starfskjara eru og verða rýmri en hér á landi verði frumvarpið óbreytt að lögum.“ Ekki má skilja þessa setningu á annan veg en að íslensku bankarnir séu í samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki um mannauð og að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. Þetta er hins vegar ekkert rökstutt nánar og engin gögn finnast sem styðja að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. „Það er alveg ljóst að bankamenn hafa lítið sem ekkert lært af því sem gerðist hér árið 2008. Og við sem erum að reyna að stjórna þessu landi, stjórnmálamenn, við þurfum að læra líka af þessu. Við eigum ekki að hleypa svona vitleysu í gegn,“ segir Karl Garðarsson. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Fjármálafyrirtæki vilja geta greitt fjórfalt hærri bónusa en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra gerir ráð fyrir. Stjórnarþingmaður segir þetta fullkomlega galið, bankamenn hafi engan lærdóm dregið af hruninu. Í nýju frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna. Bankamenn virðast illa sætta sig við að bónusgreiðslur til þeirra geti ekki farið yfir 25 prósent af heildarlaunum ef marka má umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um frumvarpið en samtökin eru þrýstihópur bankamanna hér á landi. Í umsögninni fara fjármálafyrirtækin fram á að kaupaukar geti verið allt að 100% af föstum árslaunum. Þá eigi jafnframt að vera til staðar heimild fyrir hluthafafund að hækka hlutfallið í 200% af árslaunum.„Lærðum við ekkert af hruninu?“ „Mér finnst þetta gjörsamlega galið hjá þeim að leggja þetta til. Lærðum við ekkert af hruninu haustið 2008? Hvað sagði þetta hrun okkur? Þetta sagði okkur það að hér voru menn að taka bónusa upp á tugi milljóna, jafnvel á mánuði einstakir aðilar í bankakerfinu, og þetta var eitt af því sem leiddi til þess að bankakerfið hrundi. Ekki eitt og sér en þetta var áhrifavaldur,“ segir Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins um umsögn SFF. Þá segir í umsögn SFF: „Þá vilja SFF einnig benda á að íslensk fjármálafyrirtæki eru í mikilli og vaxandi samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki þar sem heimildir til breytilegra starfskjara eru og verða rýmri en hér á landi verði frumvarpið óbreytt að lögum.“ Ekki má skilja þessa setningu á annan veg en að íslensku bankarnir séu í samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki um mannauð og að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. Þetta er hins vegar ekkert rökstutt nánar og engin gögn finnast sem styðja að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. „Það er alveg ljóst að bankamenn hafa lítið sem ekkert lært af því sem gerðist hér árið 2008. Og við sem erum að reyna að stjórna þessu landi, stjórnmálamenn, við þurfum að læra líka af þessu. Við eigum ekki að hleypa svona vitleysu í gegn,“ segir Karl Garðarsson.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira