Vilja fjölga verkefnum Sambandsins Haraldur Guðmundsson skrifar 4. desember 2013 10:18 Höfuðstöðvar SÍS voru lengi við Sölvhólsgötu þar sem menntamálaráðuneytið er í dag. Mynd/GVa „Við héldum aðalfund á Húsavík í nóvember og það eru heilmiklar pælingar í gangi,“ segir Hannes Karlsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS). SÍS, eða Sambandið eins og það var kallað í daglegu tali, fagnaði 111 ára afmæli í febrúar á þessu ári. Þá var liðið 21 ár frá endalokum SÍS-veldisins þegar Landsbankinn skipti fyrirtækinu upp eftir erfið ár sem einkenndust af breyttum rekstraraðstæðum og aukinni skuldasöfnun. Sambandið hafði þá um áratugaskeið verið stærsta fyrirtæki landsins og mikill áhrifavaldur í íslensku atvinnulífi. Um 35 samvinnufélög eru skráð á landinu í dag og um tuttugu þeirra eru virk. Má þar nefna Kaupfélag Suðurnesja, KEA, Sláturfélag Suðurlands, leigubílastöðina Hreyfil, Kaupfélag Skagfirðinga og húsnæðissamvinnufélagið Búseta.Félögin að ná vopnum sínum „Sambandið hefur haldið aðalfund á hverju ári og stjórn þess fundar reglulega. Aðalfundurinn í ár var fínn og þar mættu um þrjátíu til fjörtíu aðilar sem hafa rétt til setu á aðalfundi. Þar stilltum við upp vangaveltum varðandi mögulega framtíð SÍS og það er ljóst að menn vilja halda þessu áfram,“ segir Hannes. Hann segir að SÍS hafi að loknum aðalfundi haldið málþing um samvinnumál. „Þar urðu miklar umræður um samvinnufélög í heiminum. Nokkrir samvinnumenn fóru á síðasta ári til Manchester á alþjóðaráðstefnu samvinnufélaga. Þar var alveg ljóst að samvinnufélögin, ekki síst þau í Evrópu, eru að fyllast sjálfstrausti og að ná vopnum sínum aftur eftir frekar mögur ár,“ segir Hannes. Hann segir að rekstur evrópsku samvinnufélaganna sé ólíkur rekstri SÍS á árunum fyrir 1992. „Þessum félögum er nú oftast skipt í neytendafélög og framleiðendafélög, en þessum tveimur þáttum var blandað saman innan íslensku samvinnufélaganna. Ég held að þetta sé mjög eðlileg þróun sem hefði að öllum líkindum orðið hér á landi ef Sambandið hefði haldið áfram,“ segir Hannes.Eignarhaldsfélagið SÍSSÍS er í dag eignarhaldsfélag sem á eignarhluti í líftryggingafélaginu Andvöku og fyrirtækinu GS1, sem sér meðal annars um útgáfu strikamerkja. „Það eru ekki miklir fjármunir í félaginu en það eru einhverjar eignir. Síðustu ár hefur SÍS sett heilmikla fjármuni inn í Háskólann á Bifröst og á þar enn stofnfé. Þessar peningalegu eignir og eignir í fyrirtækjum gætu mögulega orðið forsendur fyrir frekari starfsemi SÍS.“ Spurður hvernig hann sjái framtíð SÍS fyrir sér segir Hannes hana óljósa. „Það hefur verið rætt um hugsanlegt samstarf samvinnufélaga á breiðari grundvelli en bara innan SÍS. Það er fullt af gömlum samvinnufélögum sem hafa enga starfsemi, eins og þessi gömlu kaupfélög sem eru enn með félagsmenn, sem halda reglulega aðalfundi en hafa litla fjármuni. Samt sem áður er áhugi hjá þessum félögum að koma einhverju í gang aftur,“ segir Hannes.Vilja endurvekja gömul kynni Sambandið stóð á sínum tíma fyrir miklum útflutningi á sjávar- og landbúnaðarafurðum og iðnaðarvörum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá átti SÍS í talsverðum samskiptum við erlenda aðila. Hannes segir SÍS hafa áhuga á að koma aftur á samskiptum við suma þessara aðila. „Það er heilmikil starfsemi samvinnufélaga og samstarf út um allan heim. Á ráðstefnunni í Manchester voru til að mynda tólf þúsund manns samankomin frá 88 löndum. Þetta tekur allt saman tíma og við erum að vonast til þess að menn geti fljótlega farið að meta stöðuna upp á nýtt og hvaða verkefni séu í framtíðinni fyrir félagið. Það virðist vera vilji til að halda þessu áfram, en það verður aldrei gert í sama formi og SÍS var rekið.“ Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
„Við héldum aðalfund á Húsavík í nóvember og það eru heilmiklar pælingar í gangi,“ segir Hannes Karlsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS). SÍS, eða Sambandið eins og það var kallað í daglegu tali, fagnaði 111 ára afmæli í febrúar á þessu ári. Þá var liðið 21 ár frá endalokum SÍS-veldisins þegar Landsbankinn skipti fyrirtækinu upp eftir erfið ár sem einkenndust af breyttum rekstraraðstæðum og aukinni skuldasöfnun. Sambandið hafði þá um áratugaskeið verið stærsta fyrirtæki landsins og mikill áhrifavaldur í íslensku atvinnulífi. Um 35 samvinnufélög eru skráð á landinu í dag og um tuttugu þeirra eru virk. Má þar nefna Kaupfélag Suðurnesja, KEA, Sláturfélag Suðurlands, leigubílastöðina Hreyfil, Kaupfélag Skagfirðinga og húsnæðissamvinnufélagið Búseta.Félögin að ná vopnum sínum „Sambandið hefur haldið aðalfund á hverju ári og stjórn þess fundar reglulega. Aðalfundurinn í ár var fínn og þar mættu um þrjátíu til fjörtíu aðilar sem hafa rétt til setu á aðalfundi. Þar stilltum við upp vangaveltum varðandi mögulega framtíð SÍS og það er ljóst að menn vilja halda þessu áfram,“ segir Hannes. Hann segir að SÍS hafi að loknum aðalfundi haldið málþing um samvinnumál. „Þar urðu miklar umræður um samvinnufélög í heiminum. Nokkrir samvinnumenn fóru á síðasta ári til Manchester á alþjóðaráðstefnu samvinnufélaga. Þar var alveg ljóst að samvinnufélögin, ekki síst þau í Evrópu, eru að fyllast sjálfstrausti og að ná vopnum sínum aftur eftir frekar mögur ár,“ segir Hannes. Hann segir að rekstur evrópsku samvinnufélaganna sé ólíkur rekstri SÍS á árunum fyrir 1992. „Þessum félögum er nú oftast skipt í neytendafélög og framleiðendafélög, en þessum tveimur þáttum var blandað saman innan íslensku samvinnufélaganna. Ég held að þetta sé mjög eðlileg þróun sem hefði að öllum líkindum orðið hér á landi ef Sambandið hefði haldið áfram,“ segir Hannes.Eignarhaldsfélagið SÍSSÍS er í dag eignarhaldsfélag sem á eignarhluti í líftryggingafélaginu Andvöku og fyrirtækinu GS1, sem sér meðal annars um útgáfu strikamerkja. „Það eru ekki miklir fjármunir í félaginu en það eru einhverjar eignir. Síðustu ár hefur SÍS sett heilmikla fjármuni inn í Háskólann á Bifröst og á þar enn stofnfé. Þessar peningalegu eignir og eignir í fyrirtækjum gætu mögulega orðið forsendur fyrir frekari starfsemi SÍS.“ Spurður hvernig hann sjái framtíð SÍS fyrir sér segir Hannes hana óljósa. „Það hefur verið rætt um hugsanlegt samstarf samvinnufélaga á breiðari grundvelli en bara innan SÍS. Það er fullt af gömlum samvinnufélögum sem hafa enga starfsemi, eins og þessi gömlu kaupfélög sem eru enn með félagsmenn, sem halda reglulega aðalfundi en hafa litla fjármuni. Samt sem áður er áhugi hjá þessum félögum að koma einhverju í gang aftur,“ segir Hannes.Vilja endurvekja gömul kynni Sambandið stóð á sínum tíma fyrir miklum útflutningi á sjávar- og landbúnaðarafurðum og iðnaðarvörum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá átti SÍS í talsverðum samskiptum við erlenda aðila. Hannes segir SÍS hafa áhuga á að koma aftur á samskiptum við suma þessara aðila. „Það er heilmikil starfsemi samvinnufélaga og samstarf út um allan heim. Á ráðstefnunni í Manchester voru til að mynda tólf þúsund manns samankomin frá 88 löndum. Þetta tekur allt saman tíma og við erum að vonast til þess að menn geti fljótlega farið að meta stöðuna upp á nýtt og hvaða verkefni séu í framtíðinni fyrir félagið. Það virðist vera vilji til að halda þessu áfram, en það verður aldrei gert í sama formi og SÍS var rekið.“
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur