Innlent

Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ramez Rassas
Ramez Rassas
Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim.

Þar segir að íslenska ríkið hafi vísað Palestínumanninum Ramez Rassas úr landi eftir að hafa hafnað hælisumsókn hans. Hann sé nú í Gaza, sem sætir loftárásum. Áður en Ramez hafi verið vísað úr landi benti hann yfirvöldum á að brottvísun jafngilti sendingu til Gaza, en að hans sögn tóku yfirvöld það ekki trúanlegt.

„Í ljósi þessa biðja samtökin Ekki fleiri brottvísanir ríkið að finna leið til að koma Ramez úr stríðinu og hingað aftur. Ennfremur eru yfirvöld beðin að senda enga manneskju úr landi meðan ekki er tryggt að hún lendi þá ekki í ómannúðlegum aðstæðum,“ segir í tilkynningu frá samtökunum sem komið hafa á fót undirskriftasöfnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×