Innlent

Vildu ekki fá íslensk og kínversk stjórnvöld í Kerið

JMG og BL skrifar
Forsvarsmenn Kersins í Grímsnesi lögðust gegn því að kínverskir og íslenskir ráðamenn heimsæktu Kerið í ferð sinni um Suðurland í dag. Til stóð að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kæmi við í Kerinu eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi en ekkert varð af því.

Óskar Magnússon, einn af forsvarsmönnum Kerfélagsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Hann segir tvær ástæður fyrir því.

Önnur sé sú að þeir séu ekki hrifnir af stefnu kínverskra og íslenskra stjórnvalda og hin sé að stórar hópaferðir hafi ekki verið leyfðar í mörg ár þar sem náttúran sé viðkvæm.

„Það var ekkert óskað eftir þessu við okkur. Það hefur enginn lagt svo lítið á sig að spyrja. Íslensk stjórnvöld voru látin vita að þessi félagsskapur væri ekki velkominn í Kerið," segir Óskar.

Í stað þess að fara í Kerið var ákveðið að fara með hópinn á Flúðir, Selfoss og Hveragerði. En síðdegis í dag mun Össur Skarphéðinsson sýna kínverska forsætisráðherranum Hellisheiðarvirkjun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×